Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 238
Siljci Aðalsteinsdóttir
nægja að skoða örfáar bækur í þetta sinn. Þær varð að velja vel svo að
eitthvað kæmi út úr athuguninni, enda eru þær valdar af kostgæfni — og af
öðrum en mér, að segja má, því ég ákvað að skoða nýlegar íslenskar
verðlaunabækur. Til að finna þær kom að góðum notum bók frá því fyrir
síðustu jól sem heitir Söguþræðir og er eftir Önnu Margréti Birgisdóttur.
Þar rekur hún söguþræði 1000 barnabóka á íslensku, þýddra og
frumsaminna, og birtir auk þess gagnlegar skrár aftast, meðal annars yftr
verðlaunabækur. Þar má sjá að verðlaunabækur Skólamálaráðs Reykja-
víkm- 1992 og '93 voru Sossa sólskinsbarn eftir Magneu frá Kleifum og
Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson. Sú bók kom út sem verðlauna-
handrit hjá Verðlaunasjóði íslenskra bamabóka og hlaut einnig viður-
kenningu Bamabókaráðsins. Aldrei fyrr hefur nokkur bók fengið öll þrenn
verðlaunin! Bókin frá Verðlaunasjóði íslenskra bamabóka 1993 var Brak
og brestir eftir Elías Snæland Jónsson. Næsta bók á undan Benjamín dúfu
sem Bamabókaráðið viðmkenndi var Fjólubláir dagar eftir Kristínu
Steinsdóttur. Þar að auki tók ég Undan illgresinu eftir Guðrúnu Helga-
dóttur sem hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin 1992, fyrst íslenskra
bóka.
Engin bókin „fjallar um“ trú eða boðar yfirlýst ákveðnar trúar- eða
siðferðishugmyndir, þær eiga að vera dæmigerðar fyrir íslenskar bama-
bækur nú á tímum, að öðru leyti en því að væntanlega em þær betur
skrifaðar en gengur og gerist.
Sossa sólskinsbarn
Ég ætla að byija á bókinni um yngsta bamið, Sossu sólskinsbami eftir
Magneu frá Kleifum sem kom út 1991.
Sossa er stelpa á sjöunda ári í stómm systkinahópi á afskekktu
kotbýli við sjó í upphafi þessarar aldar. Magnea frá Kleifmn notfærir sér
hér ýmislegt sem móðir hennar hafði sagt henni frá uppvexti sínum, þó að
ég ímyndi mér að Sossa sé sem persóna skyldari Magneu sjálfti en móðm
hennar. Sagan lýsir lífi fjölskyldunnar í mn það bil ár; fyrri hlutinn er
almenn lífsháttalýsing út frá sjónarhóh stelpimnar, en í seinni hlutanum
er tekinn upp söguþráðm sem má heita klassískm í íslenskiim bók-
menntum: kaupmaðurinn í þorpinu kemm og tekm betri kúna á bænum
upp í skuld. Neyðin blasir við, en alveg óvart og á fjarskalega sjarmerandi
hátt bjargar Sossa kúnni frá kaupmanninum og heimilinu frá mjólkm-
skorti. Það er fallega danska frúin í kaupmannshúsinu sem heillast af
Sossu - þó að hún hafi bitið son hennar til blóðs (á tveim stöðiim!) - og
236