Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 240
Silja Aðalsteinsdóttir
voðalega reiður þegar harm skrifaði bókina sína.“ Og lýsing hennar á
faðirvorinu er alveg einstök. Það er, segir hún, „langt og mjótt með hala
sem nær langt út á tún. Ég les faðirvorið eins hratt og ég get alveg að voru
skuldunauti og skýst framhjá því án þess að það sjái mig. Ég verð alltaf
jafnhissa á því. Þama stendur það efst á boganum, kolsvartur boli með
ógurlega löng og hvöss hom, gónir út í loftið og fnæsir, samt sér hann mig
ekki. Svo renn ég mjúklega niður bogann. Méi er óhætt, hann snýr sér
aldrei við.“
Guð er almáttugur en hann er líka félagi bamsins og sífelld viðmiðun í
daglegu lífi - eins og þegar Sossa hugsar: „Ég ætti víst að biðja hann Guð
að fyrirgefa mér hvað mér þykir amma leiðinleg, en hann veit áreiðanlega
best sjálfúr hvemig hún er.“
Jafnaðarkrafa siðferðisstigsins nær líka til Guðs. Sossa er ekki viss
um að guð skipti jafht eða sé réttlátur og efast oft um stjómunarhæfileika
hans. „Finnst þér ekki ljótt af Guði að halda meira upp á sum bömin sín
en önnur?“ spyr hún pabba sinn þegar þau em að tala um lífskjaramun
kotbóndans og kaupmannsins. En pabbi viðurkennir ekki annað en Guð sé
réttlátur. Þó að pabbi sé bara fátækur kotbóndi á hann þó þennan
myndarlega bamaskara, en kaupmaðurinn sem er ríkur að fé á bara eitt
bam. „Ekki geturðu étið bömin þín,“ segir Sossa þá, en faðir hennar hlær
að henni fyrir að hugsa bara um mat. Annars er guð pabba strangur og
krefst þess að fólk þóknist honum. Pabbi hneigist til meinlæta, góð tilboð
geta verið freistingar djöfúlsins. Mamma getm- orðið reið við guð eins og
Sossa þegar henni finnst hann ekki standa með fátæklingum, en þegar
hann gerir það, að hennar mati, þá er hún honum þakklát og tekur við
góðum gjöfúm hans opnum örmum.
Þrátt fyrir efasemdir um ákveðin atriði er guð sögunnar góður og bíður
eftir okkur þegar við dejjum - en dauðinn er hluti af lífi Sossu eins og
eðhlegt er í þessu umhverfi. í bókinni er bæði sagt frá fæðingu bams og
dauða bams. Lýsingin á því þegar ungur bróðir Sossu deyr úr kíghósta er
einstæð í íslenskum bamabókmenntum.
(4) Þjáningin á ríkan þátt í sögunni. Sossa hefur ástríðufúlla réttlætis-
kennd og þjáning hennar er sár tilfinning um óréttlæti og ójöfnuð í litla
heiminmn hennar. Þetta veldur óþekkt sem pabbi hennar á bágt með að
skilja, og af því að Sossa skilur heldur ekki sjálf hvers vegna hún er
öðmvísi en hin systkinin leysir hún vanda sinn í bili með því að kljúfa
persónuleika sinn í tvennt og skíra sinn erfiða innri mann Settu. Þegar
Sossa er óþekk, uppreisnargjörn og dónaleg þá er það ekki Sossa sem
svoleiðis hagar sér, heldur Setta. Uppreisn hennar stafar af kúgun
238