Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 244
Silja Aðalsteinsdóttir
kyrmist nýjum félögum, m.a. fallegri stúlku. Nýtt umhveríi verður honum
hvatning til að bæta ráð sitt, en fortíð hans fylgir honum að sunnan og
hann er ekki fyrr búinn að byggja upp nýja tilveru en hún hrynur eins og
spilaborg. Þá fer hann upp á öræfi í páskaferð og bjargar tveim piltum sem
eru hætt komnir ofan í jökulsprungu og verður hetja dagsins.
(1) Hákon er á lægsta siðferðisstigi í upphafi sögu sinnar þó að hann
sé orðinn þetta gamall. Hann lætur slæma félaga misnota sig og ráða yfir
sér, þó að hann viti innst inni að hann er að gera rangt. Hákon er haldinn
af fíkn og ræður ekki yfir eigin lífi. En siðferðisviðhorf sögunnar er á háu
stigi og þangað stefnir Hákon hröðmn skrefmn í rás viðburða.
(2) Hið illa í sögunni er veikur vilji mannsins gagnvart freistingum,
sem felldi okkar fyrstu foreldra samkvæmt Biblíunni. Leiktækin sem
gleypa peninga eru af hinu illa, einnig andlitslausir félagar Hákonar fyrir
sunnan. Fyrir norðan finnm Hákon paradís í fyrstu, en íljótlega kemm
slangan einnig þangað; pilturinn Dóri fær upplýsingar um fortíð Hákonar
(mamma hans er í bamavemdamefhd), hann verðm „hættulegm óvinm“
og spýr eitri í nýja vini Hákonar. Þegar Dóri hefm afhjúpað glæpi Hákonar
flýr Hákon út úr sínmn Edensgarði, þjáðm af iðrun. Hinu illa í fortíðinni
verðm ekki útrýmt á svo einfaldan hátt sem að flytja milli byggðarlaga,
það verðm að bæta fyrir brotin.
Af hinu illa er einnig ofdramb sem til dæmis kemm fram í þeirri
óvirðingu við öræfin að fara þangað að nauðsynjalausu illa búinn og
óvanm.
(3) Guð er ekki persóna í þessari sögu, en víða má sjá merki hans. Til
dæmis vitnar endalaus víðátta öræfanna undir stjömubjörtum himni um
æðri mátt. Á móti er sýnt hvað ferðamannaskálinn er umkomulaus, „og
minnti Hákon á hversu lítill maðurinn er andspænis villtri og ótaminni
náttúrunni.“ í sögunni gerist líka kraftaverk. Hákon fær boð um það í
draumi hvar týndu piltana tvo er að finna. Berdreymi er ættgengm
eiginleiki, langamma Hákonar var fræg fyrir þetta og pabbi hans hefur vott
af því líka. í ljósi þessarar fjölskyldusögu tekm Hákon mark á draumnum
og fær félaga sína til þess líka, sem er eins gott, annars hefðu drengimir
farist. Þó að berdreymi flokkist nú til dags fremm undir hjátrú en
kristilega eiginleika em kraftaverk „tákn um frelsi Guðs,“ eins og Þórir Kr.
Þórðarson segir (op.cit. bls. 53). Hann er ekki bundinn af takmörkum
vísinda og tækni eða reglum um hvað má og hvað má ekki. Við þessu
kraftaverki taka persónm (sumar að vísu treglega en gera það þó) sem
sýnir að höfundm trúir á mátt handan hins jarðneska, sá máttm er góðm
og það er skynsamlegt að treysta honum.
242