Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 245
Trú og siðferði í íslenskum barnabókum
(4) Þjáning Hákonar er af tveim rótum, annars vegar hálfgleymdur en
djúpstæður söknuður eftir móðurina sem dó þegar hann var lítill strákur,
hins vegar sönn iðrun eftir heimskulegt athæfi. Hann bætir fyxir brot sitt á
sannkristilegan hátt þegar hann er reiðubúinn til að fóma sjálfum sér fyrir
piltana tvo sem eru í lífshættu. Lýsingin á því þegar hann er látinn síga
niður í óhugnanlega djúpa jökulsprungu og hangir þar í mjórri taug, milli
lífs og dauða, minnir á krossfestingu — og eins og áður gat gerist sagan á
páskum.
Hákon sýnir skilyrðislausa fómfýsi, er reiðubúinn að deyja fyrir aðra ef
þess er krafist. Það má heita vel gert af höfundi að segja þessa sögu svo
látlaust og sannfærandi að lesandinn tekur öllu sem fyrir kemur eins og
fullkomlega eðlilegum hlut.
(5) Lausn siðferðisvandans ber sterkan svip af friðþægingarfóm Jesú
Krists. Lausnin er þó jarðnesk, Hákon er ekki saklaus heldur iðrandi
syndari, enda lifir hann af.
Undan illgresinu
Undan illgresinu eftir Guðrúnu Helgadóttur kom út 1990 og fékk Norrænu
bamabókaverðlaunin 1992.
Þetta er átakanleg saga. Marta María er 11 ára reykvísk stúlka sem
flyst í sögubyijun ásamt fjölskyldu sinni úr fínu einbýlishúsi í nýju hverfi í
íbúð í gömlu niðumíddu glæsihúsi í grónu hverfi. Astæðan er sú að faðir
hennar dó skyndilega og mamma hennar gat ekki haldið nýja húsinu.
Marta María var pabbastelpa og fífið hefur misst ljóma sinn eftir að hann
dó. Henni líður fíka stöðugt illa vegna þess að hún skilur ekki dauða hans.
Henni er sagt að hann hafi verið veikur, en hún veit að það er ekki satt, og
hún finnur að einhverju er haldið leyndu fyrir henni. Tákn þessarar
leyndar og baráttunnar við hana verður svo gamla húsið sem þau flytja inn
í, og enn frekar garðurinn mnhverfis það sem er í mikilli órækt. Marta
María fer að hreinsa þennan garð, blett fyrir blett, rekin áfram af innri
óróa, og finnur hvem dýrgripinn á fætur öðrum falinn innan í illgresi og
jurtabendum: marmarastyttur, gosbrunn og gamalt garðhús sem enginn
hefur stigið fæti inn í áratugum saman. Við þessa iðju kynnist hún
Matthíasi, óhamingjusömum dreng sem býr á efri hæð hússins, og þau
finna saman, alveg óvænt, ástæðuna fyrir lamandi sorginni sem grúfir yfir
gamla húsinu. Þá geta þau líka hreinsað til í sálmn mannanna.
Þessi lýsing minnir strax á vinsæla setningu í hinni góðu bók: „Leitið
og þér munuð finna.“ Meginboðskapur sögunnar er að við eigum að grafast
243
L