Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 246
Silja Aðalsteinsdóttir
fyrir urn rætur vandans, ekki ýta honmn frá okkur heldur takast á við
hann af einurð. Saga fólksins hans Matthíasar á eíH hæðinni verður eins
konar dæmisaga sem siðferðisboðskapur sögunnar er reistur á.
I stuttu máh er sú saga þannig að auðugir foreldrar sýndu fátækum
biðli dóttur sinnar lítilsvirðingu en leyíðu ráðahaginn þó að lokum. Dóttirin
gat ekki hugsað sér að lifa í fátækt, og fyrir brúðkaupið stal hún
dýrmætum hlutum úr búi foreldra sinna til að komast betur af. Ránið
uppgötvaðist áður en brúðkaupið fór fram og ungi maðurinn var hnepptur í
fangelsi og haldið þar þó að þýfið fýndist ekki. Dóttirin var sérhlífin og rög,
þorði ekki lengi vel að viðurkenna brot sitt, en sagði loks foreldrum sínum
frá því í örvæntingu. En nafn piltsins var ekki hreinsað, ríka Qölskyldan
var of háð sjálfsmynd sinni til þess, og svo fór að hann dó af sorg í
fangelsinu. Til að bæta fyrir brotið tók faðir stúlkmmar móður piltsins,
Pálínu, að sér, en illa gekk að kaupa sálarfrið. Andi óhreinlyndis grúfir enn
yfir húsinu.
Smám saman kemur í ljós að dæmisagan og aðalsagan eru hliðstæður.
Pabbi Mörtu Maríu tapaði peningum vegna svika óprúttinna manna og
fyrirfór sér af skömm og vanlíðan. Það voru fjármálastjórar auðugu
ijölskyldunnar á efri hæðinni sem komu pabba Mörtu Maríu á hausinn, og
til að bæta fyrir dauða hans er ekkjunni boðin íbúðin sem Pálína bjó áður
í. Þetta er mikil flétta af siðferðilegum vandamálum.
(1) Marta María er á öðru þrepi siðferðisþroska þegar sagan hefst.
Hún vill vera jöfh eldri bróðm- síntun og mömmu og skilur ekki hvers vegna
hún á ekki eins og aðrir að vita sannleikann um föðurinn og fjármálavanda
móðurinnar. Smám saman vex stúlkan að viti og þroska í sögunni, en eina
kröfu varðveitir hún frá stigi jafnaðar: það á að segja satt, sama hvemig
aðstæður eru. „Svona fer þegar sannleikurinn er aldrei sagður," er
niðurstaða gömlu vinnukonunnar á efri hæðinni þegar hún hefin- sagt
Mörtu Maríu og mömmu hennar alla hina dapurlegu sögu hússins og íbúa
þess.
(2) Hið illa í sögunni kemur frá peningum: ágimd, hroki, eigingimi,
sjálfselska, tilfinningasljóleiki og heigulskapur spretta af auðsöfnun
fólksins á efri hæðinni og því hvað það er háð peningum sínum. Það sem
varð pabba Mörtu Maríu að falli var ofdramb sem tengdist peningum.
Hann var af fátækum kominn og ætlaði að auðgast fljótt og veita flölskyldu
sinni allt sem peningar gátu veitt. Hann varð háður peningum, og þegar
þeir bmgðust honum brást hann fólkinu sínu með því að drepa sig.
Hinu illa er ekki útrýmt, peningar em aðalundirstaða nútíma-
þjóðfélagsgerðar. Ekki hefnist ríka fólkinu heldur fyrir með því að missa
244