Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 247
Trú og siðferði í íslenskum. barnábókum
allt sitt eða eitthvað því um líkt, eins og hefði gerst í einfaldari sögu en
þessi er. Hins vegar eru siðferðilegar andstæður sýndar og bent á rétta leið
til að vinna gegn illu afli auðmagnsins, leið heiðarleika, ósérhlífni, náimga-
kærleiks, samúðar og dirfsku. Peningar eru djöfull nútímans, má lesa út
úr sögu Guðrúnar, við getum ekki útrýmt honum en við getum haldið í
hemilinn á honum með því að vera ævinlega á verði og gæta þess að
ánetjast honum ekki.
(3) Það er ekki auðvelt að svara spmningunni um æðri mátt í sögunni.
Litli bróðir Mörtu Maríu, Tómas, talar um guð sem sjálfsagðan kraft í
veröldinni, en höfundur reiðir sig fyrst og ffemst á mennina. Ekkert er þeim
ókleift, að hennar mati, ef þeir hafa grundvallarreglur heiðarleika í heiðri.
Unga manninum og pabba hefur verið fómað á altari peninganna; báðir
vom þeir saklausir, en það er ekki sérstaklega kristileg hugmynd á bak við
dauða þeirra. Þeir em ekki að forða öðrum frá beiskum örlögum eða
friðþægja fyrir syndir sjálffa sín eða annarra, nema þá að litlu leyti.
Eiginlega má segja að báðir hafi þeir dáið til einskis. Þó verður dauði
þeirra öðrum víti til vamaðar í rás sögunnar.
Hins vegar má segja að með ástríðufullri sannleiksleit sinni sé sagan
að svara kröfum kristninnar, því guð hennar er sannleikans guð:
„Sannleikurinn mun gera yður frjálsa."
(4) Það er engin tilviljun að Marta María heitir tvöföldu biblíunafni.
Hún er persónugervingur sorgar og þjáningar lengi framan af sögu sinni.
Þjáningin sprettur ekki af hennar eigin gjörðum heldur óheilindum
annarra. Fyrst og ffemst er hún vansæl vegna þess að hún veit ekki hvað
varð mn pabba. Þjáningin gerir hana ofumæma á umhverfi sitt og hún
finnur glöggt að óheiðarleiki mettar andrúmsloít gamla hússins. Þjáningin
hefur þroskandi áhrif á stúlkuna, í gegnum hana verður Marta María
næmari á annað fólk, skilur það betur. Það má vel ímynda sér að
þjáningin verði undirstaða siðferðisgilda hennar í framtíðinni. Hún veit í
sögulok að óheiðarleiki getur verið banvænn og ofdramb hka.
(5) Lausn siðferðisvanda sögunnar er ekki hafin yfir mannleg
takmörk, nánast þvert á móti. Þeir sem bijóta mest af sér í sögunni og
valda mannfómum hennar, auðugi maðurinn, faðir stúlkunnar sem framdi
ránið, og fjárhaldsmennimir sem settu föður Mörtu Maríu á hausinn, em
ekki persónur í henni. Hið illa peningavald er að þessu leyti mystískt -
dularfullt - mun hættulegri óvinur en Djöfulhnn sem Sæmundur fróði atti
kappi við. Mennimir verða, að mati höfundar, að setja hfi sínu fastar
reglnr til að hafa hemil á hinu illa og það geta þeir með viti sínu og
skilningi. Ef þeir gera það og hafa kærleikann og sannleikann að
245