Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 248
Silja Aöálsteinsdóttir
leiðarljósi, þá verður allt gott. Guðrún hefur ævinlega haft tröllatrú á
mannlegri skynsemi.
Benjamín dúfa
Svo ólíkt er efni þessa fyrirlestrar því sem ég fæst venjulega við, að líklega
hefði ég neitað alveg sjálfkrafa þegar ég var beðin að halda erindi um trú
og siðferði í bamabókum ef ég hefði ekki skömmu áður skrifað ritdóm í
Tímarit Máls og menningar um Benjamín dúfu eftir Friðrik Erlingsson. Ég
vissi að þó að allt annað brygðist gæti ég fundið nóg um að tala í þeirri
sögu.
Bókin kom út 1992 og segir frá sumarævintýrum fjögurra reykvískra
stráka fyrir á að giska 15-20 árum, Benjamíns, Andrésar, Baldurs og
Rólands sem er hálfur Skoti og flyst í Hverfið í sögubyijun. Þeir leika sér
saman í sakleysi paradísar þangað til hrekkjusvínið Helgi svarti drepur
köttinn Bólu-Hjálmar, sem Guðlaug gamla, vinkona drengjanna og
„amma” Hverfisins, á. Þá stofna strákamir riddarareglu Rauða drekans,
gegn ranglæti, með réttlæti, til að hefna kattarins. í aðgerðarleysi eftir vel
heppnaðar hefndaraðgerðir vill Andrés fara út að stríða, en félagamir vilja
ekki fara í stríð að tilefnislausu, það gerðu ekki sannir riddarar, og eftir
nokkra togstreitu er Andrés flæmdur úr reglunni. Hann stofiiar þá Svörtu
fjöðrina með ódámnum Þór og tveim öðrum strákum, og á dimmu
síðsumarkvöldi í sögulok mætir Rauði drekinn Svörtu fjöðrinni með
hræðilegum afleiðingum. Svarta fjöðrin tekur Baldur, yngsta drenginn í
hópnum, til fanga, og hann kemst ekki lífs af lir þeirri fangavist.
(1) í þessari sögu er allt svolítið flóknara en í hinum sem ég hef talað
um vegna þess að þó að megnið af sögunni sé lagt í munn einum
drengjanna, Benjamín, em aðalsöguhetjur Qórar og mætti jafnvel bæta
tveim við, Helga svarta hrekkjusvíni og Guðlaugu gömlu. Að auki er Friðrik
ekki aðeins að lýsa þróun persóna í framvindu sögunnar heldur draga upp
ólíkar persónugerðir aðalhetjanna, og það flækir máhð enn frekar.
Helgi svarti stendur á lægsta þroskastiginu. Hann á bágt en vorkennir
sjálfúm sér líka mikið og vill hefna sín á öllum sem eiga betra en hann og
hala þá niður til sín. Helgi er aukapersóna og þess vegna er hægt að láta
hann taka svolítið glannalegri þróun; hann byijar neðst en tekur stærstu
þroskaskrefin í bókinni.
Þrír úr vinahópnum í sögumiðju em á miðstigi siðferðisþroska en þó
fer því fjarri að þeir séu allir eins. Andrés er á mörkmn fyrsta og annars
stigs; hann vill vera jafnari en aðrir, bestur og mestur, en er mn leið
246