Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 249
Trú og siðferði í íslenskum barnabókum
sjúklega reglufastur eins og fylgir miðstigi. Enginn má vera með nema
hann kmmi reglumar, og enginn má bijóta þær nema hugsanlega Andrés
sjálfur af þvi það er óréttlátt ef einhver er betri en hann. Af persónugerð er
hann stríðsmaðurinn, kappsamur og sjálfselskur. Benjamín sýnir vel
framandræðiseinkenni þroskastigsins. Hann reiknar ekki með því að hann
geti nokkuð gert af sjálfsdáðum, hann er „bara barn“ og reynir ekki að
breyta bimim ómnbreytanlega fullorðinsheimi. En persónugerð hans er líka
sú sem alltaf reynir að sætta sig við orðinn hlut og laga sig að ríkjandi
aðstæðum. Baldm hefur ríka réttlætiskennd og meiri sjálfstjóm en bæði
Andrés og Benjamín en er þó mesta bamið.
Róland er 11 ára og elstur. Hann er öðmvísi en aðrir drengir og hefur
sætt sig við það - með því einu sýnir hann að hann er kominn á efsta stig
siðferðisþroska. Hann tekur á sig ábyrgð eins og fullorðinn maður, talar við
fullorðna eins og jafningja og lítur á heiminn eins og verkefni til að vinna
úr, bæta og breyta. Hann er umbótamaðurinn. Þroski Rólands er vel
undirbyggður í sögunni; hann er af gamalli skoskri aðalsætt og eiginlega
fæddm gamall, ber uppruna sinn með sér frá fæðingu og axlar þá byrði af
reisn. Hann er heillandi persóna einmitt vegna þessarar sterku sögulegu
vitundar.
Sjötta aðalpersónan, Guðlaug gamla, hefur einnig komist upp öll þrep
siðferðisþroskans og ennþá ofar, er orðin heilög manneskja. Hún hefur á
hfsleiðinni eignast mann og þrjá syni og misst þá alla í sjóinn, en reynslan
hefrn göfgað hana. Hún er hin hfandi fyrirmynd þessarar bókar.
(2) Hið illa í sögunni er í þrem stigum eins og siðferðið. Vægasta gerð
þess er karakterbrestm sem kemm illu til leiðar, til dæmis skapferli
Andrésar, bræði, óviðráðanlegt keppnisskap, fantaskapm þegar hann
tapar. Vanhæfni vina hans til að fyrirgefa honum verðm líka til ills. Þeir
halda að þeir geti rekið hið illa út með því að flæma Andrés úr reglunni. En
bannfæringin er of máttugt vopn fyrir svo óreynda menn, og þeim hefnist
grimmilega fyrir að beita henni. Hinn burtrekni félagi stofnar sitt eigið ríki,
en missir völdin yfír því í hendur Þórs, hins illa félaga síns. Við fáum að
fma heim með Andrési og sjáum þar fyrirmynd hans og spegilmynd í foður
hans, sem er tillitslaus og tilfinningasljór maður. Hvert á baminu að
bregða nema beint í ættina? En í lokin hafa báðir feðgamir lært af biturri
reynslu.
Verri en Andrés er Helgi svarti, kattarmorðinginn. Mynd hans er skýr
og eftirminnileg: svart hárið, svartm leðuijakkinn, svartir hanskamir. En
það er aðeins ytri mynd, einnig Helgi á bakgrunn sem við kynnumst nóg til
að skilja hann - og að skilja er sama og fyrirgefa. Hann er ekki illur að eðh
247