Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 250
Silja Aðalsteinsdóttir
heldur hafa aðstæður hans þvingað hann inn í þetta munstur. Þegar á
reynir tekur hans góði maður yfirráðin.
Verst er illska Svörtu ijaðrarinnar, firrt mannvonska drengja sem við
fáum ekki að kynnast. Þeir eru hið klassíska illa sem við verðum ævinlega
að vera á verði fyrir.
(3) Guð er með í þessari sögu, alvalduxinn sem stýrir veröldinni, æðsta
vald og viðmiðun en fjarlægur og ekki auðskilinn. Gegnum sögu Guðlaugar
er lesandinn hvattur til að velta fyrir sér stjóm hans. Guðlaug hefur misst
alla sína nánustu, og þegar heimili hennar brenmu' ofan af henni spyr hún
til hvers hún eigi að lifa áfram. En hún lokar ekki eyrunum fyrir svarinu
heldur opnar skilningarvit sín, fus til að taka við nýju hlutverki. Þegar það
er fengið getur hún sagt:
Nú skil ég hvers vegna þú tekur frá okkur, Guð. Það er svo við lærum
að meta lífið og það sem þú gefur okkur. ... Þrátt fyrir allt sem þú hefur
tekið þá er ég þakklát. Því þú hefur gefið mér mikið.
Hún á sína fyrirmynd í Job. Með trú sinni og kærleika sigrast hún á
tilgangsleysi og tómleika og fær vonina aftur.
Benjamín er Hka hvattur til að hafa augun opin fyrir æðri tilgangi með
öllu sem gerist. Þó er hér ekki hátimbmð guðfræði heldur lærdómsríkt
millistig milli einfaldrar bamatrúar og dýpri skilnings á flóknu fyrirbæri.
Trú sem hvetur til fyrirgefhingar og skilnings, sem sættir en sundrar ekki.
í bókarlok er ljóðræn líking um lífið til að hugga sig við eftir slysið
skelfilega. Það er Benjamín sem hugsar:
Þegar maður er lítill þá er maður eins og lítil lækjarspræna sem skoppar
niður fjallshlíðar, yfir þúfur og móa og alltaf er hún að stækka og auka
hraðann. Smám saman verður lækurinn að stórri á sem fellur í háum
fossum fram af klettum og streymir um fallegar sveitir í bugðum og
beygjum framhjá grænum túnum. Þá er maður fullorðinn. Þegar áin er
orðin að breiðu fljóti sem teygir úr sér á svörtum eyðisöndum, þá er
maður orðinn gamall. Og að lokum rennur fijótið rólega út í hið stóra
haf og sameinast þar öllum vötnum veraldar. Þá er maður dáinn. Og
skyldi þá lífið vera búið þegar maður er dáinn? Skyldi vatnið í fljótinu
hætta að vera til þegar það blandast hafinu? Kannski að Guð sé eins og
hafið og þegar maður deyr renni maður saman við Guð eins og ámar
renna saman við hafið?
Þetta er falleg útfærsla á vinsælli líkingu úr austrænni speki en minnir
líka á þekkt kvæði Tómasar Guðmundssonar, „Morgtmljóð úr brekkú', um
silfurlindina litlu sem leikur sér við að skoppa og hoppa niður kletta en
verður að renna á hljóð hafsins að lokum.
(4) Benjamín dúfa er fjörug og skemmtileg saga, og þó gerast þar
vofeiflegir atburðir. Þar er líka skerandi þjáning, en hún fær að mínu viti
248