Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 252
Silja Aðalsteinsdóttir
heiðnum sið), og svikin jafngilda broti gegn guði. Brotið verður ekki
fyrirgefið og hið illa er of valdamikið til að venjuleg ráð dugi til að útrýma
því. Hinn saklausi verður að gjalda fyrir brotið með lífi sínu, og Baldri er
fómað.
Baldur er alveg eðlilegt bam þó að hann sé fjarskalega góður strákur.
En með dauða síninn fer hann að vísa langt út fyrir sig. Baldur hinn hvíti
ás og Kristur em tengdir saman í persónu hans á snjallan hátt. Nafnið
hefur hann úr norrænni goðafræði, hann heitir Baldur og riddaranaín hans
er Baldur hvíti. En merkið á skildi hans er einhyrningur, og í draumi
Benjamíns í bókarlok kemur hann ríðandi á einhyrningi, konungi
hestanna. Einhymingur er tákn skírhfis og hefur í vestrænni menningu
bæði verið tákn Jesú Krists og móður hans. Örlög sín á svo Baldur litli
sameiginleg bæði með Baldri og Kristi, en skyldleikinn við Krist er þó
skýrari.
Með dauða sínum friðþægir Baldiu fyrir syndir annarra. Eftir það
getur allt byxjað að nýju, ný jörð risið - og í draumi Benjamíns kemur
Baldur aftur. Hann lifir þótt hann deyi.
Ykktu finnst kannski ótrúlegt eftir þennan lestur að Benjamín dúfa sé
barnabók. í rauninni er hún afar vel heppnuð bók handa börnum,
viðburðarík, spennandi, fyndin og ljörlega skrifuð. En þar að auki hefur
hún þá tilfinningalegu og vitsmimalegu dýpt sem hér hefur verið reynt að
lýsa og merkilega skírskotun til fortíðar okkar og menningargrunns,
goðsagna og kristinnar siðfræði. Hún byggir á grundvelli vestrænnar
menningar og notar hann á furðu víðtækan hátt, án þess þó að fara
nokkm sinni út fyrir mörk sín sem bamasaga.
Hefur ekkert breyst?
Vonandi er ég búin að sýna fram á að þó að samband guðs og bams sé
ekki eins einfalt í nútímabókum handa bömum og það var hjá Sigurbimi
Sveinssyni em kristin hugmyndafræði og siðfræði ríkjandi þættir í
íslenskum bamabókum.
I bókunum sem hér hafa verið ræddar er reynt að þroska persónur og
lesendur um leið, sýna mismunandi stig siðferðisþroska og hvernig má
komast upp á efii stig hans. í öllum bókunum er barist við hið illa, sem
sprettur af ýmsum rótum. Það tengist peningum í bókinni um Sossu, Braki
og brestum og Undan illgresinu. í Fjólubláum dögum tengist það beint
siðferðislegum vanþroska, því að þola ekki þá sem ekki em eins og við sjálf
og reyna að útrýma þeim með einhverjum ráðmn. í Benjamín dúfu er
250