Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 257
Svava Jakobsdóttir
Ljós og litir í Alsnjóa
Ritgerð mína um Ijós og liti í Alsnjóa helga ég minningu foreldra
minna, Þóru Einarsdóttur (t 1994) og sr. Jakobs Jónssonar, dr.
theol. (11989). I aðra röndina finnst mér hún vera persónulegt
hjal við þau, svo þráfaldlega var ég minnt á ómældan kærleika
þeirra, umhyggju og leiðsögn er merkingar- og tilfinningasvið
kvæðisins, hvert öðru háleitara, opinberuðust fyrir augum mér —
á hinn skemmtilegasta háttl Megi hún reynast minningu þeirra
verðug.
Kvæðið Alsnjóa, sem Jónas Hallgrímsson orti fyrir réttri hálfn annarri öld,
hefur orðið hálfgert vandræðabam bókmenntafræðinnar. Það hefur þótt
torskilið og erfitt allar götur síðan Brynjólfur Pétursson skildi það
„naumast”. Umsögn Brynjólfs hefur fylgt kvæðinu eins og skuggi til þessa
dags og liggur nærri að skilningsleysi hans sé orðið partur af ritskýringu.1
Ég hef freistað þess að opna kvæðið með nýjum lykli sem gengi að leyndum
hólfurn þess og vonast til að geta sýnt fram á að kvæðið er bæði djúp-
hugsað og þaulhugsað. Alsnjóa er vissulega ekki auðvelt viðureignar. Það
er völundarhús og lesandi þarf að gæta sín við hvert fótmál til að villast
ekki af leið. Svo innihaldsríkt reyndist það að ugglaust mun sitthvað hggja
utangarðs í þessari útlistun minni, höfundminn enda þríeinn: skáldið,
guðfræðingurinn og náttúrufræðingurinn leggja aliir hönd að verki.
f Jónas sendi Brynjólfi Péturssyni kvæðið snemma á árinu 1844 til birtingar
í Fjölni, en Brynjólfur treysti sér ekki til að bera það undir fund
Fjölnisfélaga, og birtist kvæðið ekki á prenti fyrr en eftir andlát skáldsins.
Um þennan feril kvæðisins í upphafi má víða lesa, t.d. í Ritverk Jónasar
Hallgrímssonar, Svart á hvítu, Reykjavík 1989, ritstjórar: Haukur
Hannesson, Páll Valsson, Sveinn Yngvi Egilsson. IV. bindi, Skýringar og
skrár, bls. 184.
255