Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 258
Svava Jakobsdóttir
Eilífur snjór í augu mín
út og suður og vestur skín,
samur og samur út og austur,
einstaklingur! vertu nú hraustur.
Dauðinn er hreinn og hvítur snjór,
hjartavörðurinn gengur rór
og stendur sig á blæju breiðri,
býr þar nú undir jörð í heiðri.
Víst er þér móðir! annt um oss,
aumingjajörð með þungan kross
ber sig það allt í Ijósi lita,
lífið og dauðann, kulda' og hita.
í upphafi verður að leggja höfuðáherslu á að greina gerð kvæðisins og
myndmál. Fyrstu áhrif Alsnjóa er endalaus hvít víðátta. Myndbyggingin
veldur því hins vegar að sjónsvið lesandans þrengist í hverju erindi. í
fyrsta erindi er maðurinn sem örsmár depill á miðri víðáttu sem ekki sér
út yfir en jafnframt sjáum við skínandi hvíta breiðuna með augum hans.
Hún er alls staðar söm en hann beinir sjónum að henni enda á milli í
fjórum áföngmn. Sjónlínan liggur milli gagnstæðra höfuðátta, úr norðri í
suður, síðan úr vestri í austur. í miðerindinu er maðurinn í forgrunni. Við
sjámn hann utan frá í líkamsstærð og jafnframt smækkar mnhverfið. í
lokaerindinu sjáum við einvörðungu inn í hugskot mannsins og ytra
umhverfi er gjörsamlega horfið nema að því leyti sem það er í huga hans.
Áhrif hvítrar víðáttu vara allan tímann. Myndin er hvít. Efnisskipan
kvæðisins fer í stórum dráttmn eftir hugtökunum: eihfð, maður, jörð.
Við lestur kvæðisins koma í ljós greinileg allegórísk efnistök. Kvæðið
er ort eftir þeim reglrnn sem guðfræðingmn á miðöldum var kennt að beita
við lestur ritningarinnar. Merkingarsvið þess eru þijú: saga, allegóría með
siðferðilegu inntaki og andlegt svið.2 Alsnjóa er því skylt sögu Jónasar,
2 Yfirgripsmiklar greinargerðir um allegóríu er að finna í Joh. Geffcken,
„AUegory, Allegorical Interpretation”, Encyclopædia of Religion and
Ethics, ritstj. James Hastings, 1. bindi, 1955, bls. 327-331 og R.P.C.
Hanson, „Allegory”, A Dictionary of Christian Theology, ritstj. Alan
Ricliardson, SCM Press LTD, 1969, bls. 4-5. Sjá ennfremur: Jakob Jónsson:
Um Hallgrímssálma og höfund þeirra, Bókaútgófan Grund, Reykjavík 1972,
kaflana „Söguskyn Passíusálmanna”, bls. 24-50 og „Samlíkingar í
Passíusálmunum”, bls. 51-78 og Jakob Jónsson: Um Nýja testamentið.
256