Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 261
Ljós og litir í Alsnjóa
Otvírætt er að báðar gerðimar, hvítur snjór og hvítur er snjór, em með
hendi Jónasar. Af því virðist mega draga þá ályktun að hann hafi talið
sjálfur að báðar gerðimar miðluðu sömu hugsun. Merking kvæðisins og
myndmál er því ekki komið undir sögninni er í seinni helft ljóðlímmnar; frá
því sjónarmiði má halda henni eða sleppa. Brejdingin er þá setninga-
fræðileg frá hendi skáldsins, líkt og til að taka af allan vafa um hvem
skilning beri að leggja í síðari hluta ljóðlínunnar; og ef til vill stafar
breyting hans einmitt af því að hann hefur áttað sig á hættunni á mislestri
og viljað bægja henni frá. Við það hefur hann orðið að víkja til hrynjandi
kvæðisins með þrílið í stað tvíliðs: hvítur er í stað hvítur en það hefur
hornun ugglaust þótt betri kostur en að merking kvæðisins brenglaðist eða
skryppi saman.
Lestur sem gerir ráð fyrir því að ljóðhnan sé ein setning stríðir gegn
hrynjandi kvæðisins á miklu alvarlegri hátt en afbrigði Jónasar sjálfs.
Orðin hreinn og hvítur fá sama styrk og seinni hákveðan rís því ekki nóg
upp. Stuðullinn dettur niður. Orðið hvítur ber aðalstuðul og er í hákveðu
og ber að segja það með áherslu. Þessi regla gildir í hvívetna lun kvæðið
allt; í mnræddri hendingu verða greinileg skil milli orðanna hreinn og og
hvítur, lágkveðu og hákveðu sem benda til setningaskila.
Mér sýnist að Jónas hafi byggt 1. ljóðlínu miðerindis Alsnjóa upp á
sama hátt og hendinguna í ísland! farsælda frón: Landið er fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar, í þessari hendingu er auðvitað óhætt að
sleppa so. eru í síðari lið; mismunandi kyn orðanna bjargar lesanda frá
falh, og ekki er þetta samlíking lands og jöklatinda — og þó — er hann
ekki að bera saman ásýnd hlutanna, kveikja þá skynjim eða skilning -
með lýsingarorðum — að fannhvítt sé jafhframt fagurt og frítt?
Ljóðlínan í Alsnjóa, Dauðinn er hreinn og livítur snjór, sýnist mér vera
mynduð á sama hátt, með samlíkingu lýsingarorða í huga. Líkingin bendir
til tengsla milli eðlis fyrirbæra sem eru borin saman á huglægu sviði
annars vegar og hlutlægu hins vegar. Hiin virðist því gegna allegórísku
hlutverki og benda til a.m.k. tveggja merkingarsviða samhliða, andlegs og
raunsæs. Ekki verður lesið úr þessu flókna líkinga- og myndmáli nema
unnt sé að ná tangarhaldi á margræðni lýsingarorðanna hreinn og hvítur.
Skin og litur
Upphafsorð kvæðisins eru Eilífur snjór. Það fer ekki á milli mála að
snjónum sem heildstæðu fyrirbrigði, grunntákni kvæðisins, er lýst með
einkunninni eilífur hvað sem líður einstökum eiginleikum hans að öðru
259