Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 263
Ljós og litir í Alsnjóa
Ljós eilífðar
Myndin í upphafserindinu er yfirlýst. í henni er óþolandi birta. Raunsæ
náttúrumynd gæti hún því aðeins kallast ef ljóðmælandi væri staddur á
jökulbreiðu þar sem snjór og himinn renna saman út í það óendanlega. Á
táknrænu sviði birtist okkur hér hreint skin eilífðar. Það er ljós eilífðar.
Hugtakið liós hefur mikið vægi þegar hafðar eru í huga trúarlegar og
heimspekilegar skírskotanir þess. Samhengi ræður túlkun þess og
blæbrigðmn og verður ekki lesið ítarlega á þessu stigi.
Lýsing erindisins á eilífð er sígild. Hún er óendanleg og óbreytanleg
(söm), þ.e.a.s. býr ekki yfir fostu rúmi né tíma. Að auki var eilífðin líka
miðia samkvæmt skilgreiningu. Staða ljóðmælanda í ljóðmyndinni er hluti
af skilgreiningu skáldsins á eilífðinni. Hann hefur víða sýn og sér út til
allra átta jafnt að því er virðist. Öllu skýrar er vart unnt að svna stöðu
hans í miðju landslags. Hann er í miðju eilífðar — og jafnvel í miðju
vitundar. Höfuðáttimar fjórar em tilgreindar í upphafserindinu, — úr
öllum höfuðáttum skín snjórinn í augu ljóðmælandans (út, suður, vestur,
austur). Að auki er orðið út endurtekið í 3. línu.
Nú er nauðsynlegt að huga að breytingu JS-gerðar í 3. línu erindisins,
inn í stað út. Ekki treysti ég mér til að vefengja áht fræðimanna sem hafa
rannsakað handritin þess efnis að Jónas hafi sjálfur gert þessa breytingu
á JS-gerðinni. En þá vaknar spmningin um eðli þessarar breytingar. Mér
sýnist hún nefnilega ekki fagurfræðileg einvörðimgu. Að þessu kem ég síðar
en að sinni mun ég taka þann kostinn að fylgja fyrst KG-gerð út áðm en
ég fer inn í JS-gerð.
Orðið út í 3. línu erindisins virðist mér vera forsenda fyrir því að
samhengi haldist í innri frásögn kvæðisins og hreyfingu. Samkvæmt
Orðabók Menningarsjóðs em tvær höfuðáttir skilgreindar með út, norður og
vestur. Sé gert ráð fyrir því að út í 2. línu erindisins merki norður, þar eð
vestur er tilgreint sérstaklega, hlýtur endurtekning orðsins út að draga að
sér athygli. Það er hákveða í báðum línum erindisins; endurtekningin ljær
því orðinu aukið vægi og áherslu sem hlýtm að vekja eftirtekt, enda hefur
það í raun sömu áhrif og skilti yfir útgöngudymm. Orðið út hefur aðra
merkingu hér en á fyrri staðnmn. I 2. línu er orðið notað mn áttina norðm,
en í 3. línu um stefnuna út. Ljóðmælandinn er í miðju eilífðar; í miðjunni
er alls staðar hægt að horfa út, og hvergi nema út og innar en í miðjuna er
ekki mmt að komast. En orðið út í 3. línu gefur til kynna stefnu og
hreyfingu ljóðmælandans sjálfs í kvæðinu. Hann er á leið út úr upphafs-
erindinu, eilífðinni, og inn í miðerindið, á jörðina.
261