Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 265
Ljós og litir í Alsnjóa
í beinu framhaldi af orðunum út og austur brýnir ljóðmælandi sig til
hreysti með ávarpsorðinu einstaklingur. Vegna innbyggðrar vísimar í
syndafallssöguna eru dauði og útlegð samtvinnuð. Sjálfsherðing einstak-
lingsins skírskotar því jafnt til annars erindis kvæðisins sem hins fyrsta.
Avarpsorðið er upphrópun sem lýsir sterkiun tilfinningum, allt að því
ofboði yfir því sem orðið er og því sem framundan er. Hann er einsamall, án
fjölskyldu, munaðarlaus. Ljóðmælandinn í Alsnjóa er einnig í þessu tilliti
hliðstæður munaðarleysingjanum í Grasaferð: hann er á leið í útlegð af
völdum dauða; í Grasaferð tók við öræfaganga fjarri Hildi Bjamadóttur,
allegórískii guðsmóður, nú tekur við ganga á eyðihjami, á blæju sem skilur
hann frá móður jörð. Úr efnivið syndafallssögunnar skapar Jónas einka-
goðsögn sem kann að örla á víðar í skáldmælum hans en í Grasaferð og
Alsnjóa. Greinilegt er að Jónas hefur ekki áhuga á sameiginlegum örlögum
Adams og Evu; goðsaga Jónasar er mynduð af Guði, (foður), einstaklingi og
móðurímynd.
... og hvítur snjór
Þegar sýninni til hins hreina skins eilífðar lýkur með þanka um dauðann
og athyglin beinist að sýnilegum hlutbundnum snjó sem er hvítm' verða
breytingar bæði á birtu kvæðisins og stöðu ljóðmælandans. Birta myndar-
innar dofhar, hvít birta er komin í stað skins, úr kyrrstæðri stöðu í miðju
er hann kominn á hreyfingu. Hjartavörðurinn er á göngu. Rúm og tími em
því orðin hluti af tilvistarskilyrðmn mannsins.
Miðerindið er að öllu leyti byggt upp af táknum og umritunum. Jafhvel
umritunin „blæjan breiða” er svo óvenjuleg að raunsæ merking verður vart
skiljanleg nema af samhenginu. Blæja er augljóslega annað fyrirbæri en
sjálf jörðin; maðurinn stendm- á blæjunni en jörðin er undir henni. Blæjan
er einhvers konar ábreiða eða hjúpur og tek ég þá mið af notkun Jónasar á
orðinu blæia í tveim kvæðmn öðrum, Móðm'ást, þar sem talað er um
„snjóhvíta fannblæju” sem liggur á jörðinni, og Gunnarshólma þar sem
„fegurst engjaval. . . breiðir. . . glitaða blæju, gróna blómrnn smám”. í
báðum þessum dæmum sýnir hann ásýnd jarðaryfirborðs með orðinu
blæja. Á yfirborði miðerindis Alsnjóa, rarmsærri merkingu þess, fer ekki
milli mála að blæjan merkir fannbreiðima. Dauðinn ríkir í náttúrunni.
Ljóðmælandinn er kominn í stundlega jarðvist. Umhverfið er eyðihjam
eins og segir í eftirmælum Gríms Thomsens lun Jónas sjálfan: „út á lífsins
263