Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 266
Svava Jakobsdóttir
eyðihjam, örlaga svipum rekinn”11 og verður ekki bætt um betur í lýsingu
þessa umhverfis. Skyldi myndhverfing Gríms vera skírskotun til Alsnjóa þó
að Grímur tengi jörðina fósturjörðinni? En „ganga” hjartavarðarins er
merkingarhlaðin umritun, enda heyrum við ekki einu sinni marra í snjón-
mn undir fótum hans. Ekkert hljóð truflar sjónskynjmi kvæðisins.
I miðerindi Alsnjóa er lögð einkennilega sterk áhersla á fætur
mannsins ólíkt því sem er í upphafserindinu með einhliða áherslu á
augun. Hjartavörðurinn í miðerindinu gengur og stendur (sig). Þessar ólíku
áherslur benda til þess að tvíeðli mannsins, líkamlegt og andlegt sé
innbyggt í formgerð Alsnjóa. Myndin er mjög hliðstæð lýsingu í Elucidarius
I á manninum í sköpunarverkinu: „Fætur halda upp öllum líkam sem jörð
ber allan höfga. Af himneskum eldi hefir hann sýn,. . ,”12 Það er einkenni á
skáldmáli Alsnjóa að allt er sundmgreint - en þó samt.
Orðið hjartavörður er hluti af formgerð kvæðisins sem efnisskipan
erindanna raunar speglar; þrískipting manneðlisins, hugur, hjarta, andi,
er kunnugleg úr skáldskaparmáli Jónasar. A allegórísku sviði Alsnjóa
mætti beita skilgreiningu íslenskrar hómilíubókar: önd, líkam og andi, en
„það er eigi fjallamannvit, að maðurinn viti það, hvað hann er eða hveijar
greinir hans vesningar eru”.13 Hjartað, fyni liður kenningarinnar, merkir líf,
sem er auðvitað óskilgreinanlegt í sjálfu sér en af samhengi ræð ég að á
þessu stigi verði að skilja orðið hjarta bókstaflegum skilningi. Lifandi,
dauðlegur maður er kenndur við hjartað sem mælir honmn tíma og aldur
með slögum sínum. í upphafserindinu brýnir ljóðmælandinn sig til hreysti.
Það virðist takast; hann er rór og stendur sig í útlegðinni á lífsins eyði-
hjami. A raunsviði Alsnjóa gætu hraustm. rór. og so.+ fn. að standa sig vel
staðist sem skapgerðareinkenni einstaklings er lætur ekki bugast. Þá er
tilgangurinn sá að láta sér líða bærilega meðan veturinn varir.
Kenningin sýnir bæði tilvistarstig (hjarta) og eiginleika (vörðm)
mannsins og fellur því jafnt inn í raunsvið kvæðisins og allegóríu en um
leið knýr hún á um siðferðilega og andlega túlkun. Spyija verðm mikil-
vægra spuminga um eðli þessarar vörslu dauðlegs manns um hjarta sitt
og tilgang hans með varðstöðunni. Líkingin er af hemaðarlegum toga.
Hugmyndina gæti Jónas hafa sótt í efnivið 11. bókar Paradísar missis
^ Grímur Thomsen, Ljóðmæli. Jónas Hallgrímsson. Sigurður Nordal sá um
útgáfuna. Mál og menning, MCMLXIX, bls. 92-93.
12 Elucidarius I, bls. 55.
íslensk hómilíubók. Fornar stólræður. Hið íslenska bókmenntafélag,
Reykjavík 1993. Sigurbjörn Einarsson, Guðrún Kvaran og Gunnlaugur
Ingólfsson sáu um útgáfuna, bls. 174.
264