Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 268
Svava Jakobsdóttir
virðist því nafn Adams eða ígildi þess, hiartavörður. vera fólgið í
miðerindinu, eins og í upphafserindinu.
í hendingum Jóns Þorlákssonar búa skírskotanir í dyggðugt lífemi og
andlega uppbyggingu og vísanir textans í Biblíima sýna að takmarkið er
upprisa eftir dauðann. Orðið ró í texta Jóns Þorlákssonar er þýðing á
enska nafnorðinu „rest” (hvfld) sem er vísmi í Hebreabréfið 4,11, „Kostum
því kapps að ná inngaungu í hvfld þessa. . .” (þ.e. að verkloknm, sbr. Heb.
4,10).15 Með orðinu hvíld er átt við Guðs ríki og í þeim skilningi notar Jón
Þorláksson orðið ró.16 í Hebreabréfinu er trúin á Krist í fyrirrúmi. Þar eru
menn áminntir um að forherða ekki hjarta sitt og orðalagið að villast í
hjörtum sínmn er haft um vantrúaða. Um hlutskipti þeirra segir:
„óaflátanlega villast þeir í hjörtum sínum og þeckja ecki mína vegu. Þar
fyrir sór ég í bræði minni, að þeir aldrei skyldu komast til míns hvíldar-
staðar” (Heb. 3,l0b-ll).17
Með þetta baksvið í huga dýpkar merkingin í ljóðlímnn Alsnjóa. Jónas
tekm* þó markvisst mið af grundvallarlíkingu sinni, hjartaverðinum, sem
gengur rór og stendur sig á blæjunni. Hjartavörðurinn, með sitt andlega
hervædda hjarta, er rór í huga, ókvíðinn, og stendur sig gegn hinu ifla í
jarðvistinni. Þetta hlýtm að vera vísun til banadags og efsta dóms. Sögnin
Vitnað er í Biblíuútgáfuna frá 1827 sem var nýjasta útgáfan á þeim tíma er
Alsnjóa var ort. I Biblíunni frá 1747, sem vænta má að sr. Jón Þorláksson
hafi notað, er Heb. 4,11 orðað svo: „So látum oss nú kapp á leggja, inn að
koma til þessarar hvíldar. upp á það, að eingen falle í það sama Epterdæme
Vantrúarinnar.” (undirstr. mín).
Rétt er að minna á að Jón Þorláksson þýddi Paradísar missi Miltons ekki úr
frummálinu, en fór eftir þýskri þýðingu og danskri sem eru ekki tiltækar
hér á landi. Samanburður minn hvílir því að mestu á grundvelli biblíutexta
enda skipta þeir meginmáli í þessu samhengi. Varðandi umræddar vísanir í
frummálinu sjá: John Milton, Paradise Lost, ritstjóri Alastair Fowler.
Longman 1991. Frumtexti er á þessa leið: „. . .to the evil turn/My obvious
breast, arming to overcome/By suffering, and earn rest from labour won,/If
so I may attain . . .” (11. bók, línur 373-76, undirstr. mín). Skv. skýringum
ritstjóra eru vísanir í Heb. 4,11 og Fil. 3,11 samofnar í línum 375-76 XI.
bókar í texta Miltons þar sem Adam gerir sér vonir um upprisu (bls. 581,
neðanmáls). I þýðingu Jóns Þorlákssonar hefur bæst við vísun í andlega
hervæðingu (Ef. 6,10-17) nokkrum erindum fyrr, í máli Mikaels, með
orðalaginu „brvnia brióst þitt”. (frumtexti: good with bad/Expect to hear,
supernal grace contending/ With sinfulness of men; XI. bók, 1. 358-360).
Jón Þorláksson fylgir hernaðarlíkingamáli sínu eftir með orðalaginu „færa
hiarta mitt í herbúnað” sem þýðing á orðinu „arming” (hervæðast). Orðið
„hjarta” er ekki nefnt í frumtexta né þeim ritningagreinum í Efesusbréfi
Páls sem um gæti verið að ræða. Það er viðbót Jóns Þorlákssonar. í
Paradísar missi Jóns Þorlákssonar virðist því liggja kveikjan að myndun
orðsins hiartavörður í Alsnjóa.
^ Vitnað er í Biblíuþýðinguna frá 1827.
266