Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Qupperneq 269
Ljós og litir í Alsnjóa
að standast er sömu merkingar og að standa sig og í þeirri merkingu helst
vísbending í andlega hervæðingu Efesusbréfs 6,13: „Takið því Guðs
alvæpni, svo þér gétið veitt mótstöðu á enum vonda degi og gétið að öllu
yfirunnu, staðist. Standið reiðubúnir. . ,”18
Nú er komið að mikilvægri ábendingu: ef hjartavörðurinn stenst dóm
og „nær inngaungu í hvíld þessa", guðs ríki, þá má álykta að hann hafi
ekki villst í hjarta sínu á lífsleiðinni. Öðru nær. Hann hefur þá ótvírætt
uppfyllt það skilyrði að hafa hreint hjarta, sbr. Sálm Davíðs, „hver fær að
dveljast á hans helga stað? Sá, er hefur óflekkaðar hendur og hreint
hjarta” (24,3b-4a). Þetta boðar Kristur í Fjallræðunni, „Sælir eru
hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá” (Mt. 5,8). Hjartavörðurinn í
Alsnjóa er þá maður sem varðveitir hjarta sitt hreint. Trú á hjálpræði
Krists er því óumdeilanlega megininntak miðerindis.
Nú er nauðsynlegt að gefa gamn að efhistökum Jónasar til að sjá hvert
hann stefnir. Hlutlægt fyrirbærið, hjarta, fær huglægt inntak sem hreint
hjarta; endanleg lýsing á því er hreinleiki þess, og minni ég á eðli hinnar
allegórísku samlíkingar, að hvítur snjór, og allt jarðneskt sem honum
heyrir til, þarf að fá huglægu merkinguna hreinn til þess að fyrirbæri
hkingarinnar verði jaíngild í samanburði. Þá öðlast eihfðin inntak. Þangað
til þraukar maðurinn af þolgæði á hjaminu.
. . . á blæju breiðri
Maðurinn stendur á blæju breiðri, móðir jörð býr nú undir henni. Atviks-
orðið nú er vísbending um tímabundna skipan mála sem færist yfir á
afleiddar merkingar myndarinnar. Skil milli manns og móður jarðar eru
auðsæ. Á raimsviði kvæðisins gæti fannblæjan merkt aðskilnað móður og
ljóðmælanda. íjarvistin er köld. Hjartavörðm-inn stendur í dauðlegri
tilveru á vetrarhelft jarðar, hinni dauðu árstíð. Rétt í svip gæti blæjan
merkt náblæju jarðar en vegna stöðu mannsins milh eilífðar og jarðar fær
blæjan óeiginlega merkingu sem skilin milli lífs og dauða; ódauðleikans og
dauðleikans.
Þessi tilvitnun er úr Biblíuþýðingunni frá 1827. í Biblíuútgáfunni frá 1747
hljóðar Ef. 6,13 svo: „Hvar fyrer höndleð Guðs hemeskiu, so að þjer geteð
í mót staðeð, þá sú vonda stund kiemur, og frammkvæmeð allt vel og
halldeð Sigrenum”. Minna má líka á orð Krists: „. . . en sá sem stöðugur
stendur alt til enda, hann mun hólpinn verða”. (Mt. 10,22). í bók sinni Um
Nýja testamentið nefnir Jakob Jónsson dæmi um „málfræðilegan orðaleik” í
allegórísku máli Páls postula í Galatabréfi, (áður tilv.rit, bls. 15-16). Ef til
vill mætti nota það orðalag um aðferð þá er Jónas beitir hér og síðar í
Alsnjóa.
267