Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 271
Ljós og litir í Alsnjóa
Jörðin breiða væri þá hliðstæða við sléttuna í Grasaferð. í allegórísku
samhengi syndafallssögunnar hefur slík mynd siðferðilega merkingu og
táknar fall jarðar, bölvun Guðs hvíhr á jörðinni vegna syndafalls manns-
ins. Þess vegna hlýtur það að vekja sérstaka athygli að jörðin í Alsnjóa býr
í heiðri undir breiðri fannblæju.
Jörð
Niðurlagserindi Alsnjóa er að míniun dómi eitt af fegurstu ljóðmælum í
íslenskum skáldskap. Skáldið talar til móður jarðar sem hún væri lifandi,
enda þótt hún hvíli imdir því fargi sem okkur er tamt að túlka sem dauða.
Samhygðin með jörðinni nær miklu dýpra en svo að hún verði túlkuð sem
venjuleg persónugerving náttúrunnar. Hún speglar ekki tilfinningar
mannsins. Öðru nær. Náttúran heldur eðh sínu og sjálfstæðri tilveru á
dulúðugan hátt í Alsnjóa. Það er tilfinning skáldsins, innileg og háleit í
senn, sem magnar jörðina hfi og merkingu. Og hér nær samruni óhkra
merkingarsviða kvæðisins hámarki, þetta er list sem ofar er allri skil-
greiningu. Merkingin er inngróin tilfinningu kvæðisins; hún miðlar boðskap
sem óþarft er að segja á annan hátt. Við skynjum í senn persónulega og
trúarlega merkingu erindisins. Þróun hefur orðið á tilfinningasviði kvæð-
isins, írá ofboði í glampandi kulda upphafserindisins, í æðrulausa afstöðu
skáldsins í miðerindinu uns loks að hlýr og kærleiksríkur andi lokaerindis-
ins þíðir foldina. í þessu sérstaka andrúmi sem skapast af eðlislægri
tilftnningu fyrir því að sköpunarverkið aht sé jafnt að andlegu verðmæti,
trúrnn við því að móðir jörð hlusti og svo innilegur og einlægur er tónninn í
rödd skáldsins að okkur finnst sem við sémn áheyrandi að trúnaðarmáh
sonar við móður. Þörf hans sjálfs fyrir nálægð er mikil. Hlýtm’ fullvissa
einstaklings um ást hennar og umhyggju ekki einmitt að eiga drjúgan
þátt í styrk hans við að standa sig? En dauðinn hefur lostið hana ekki
síður en hann og ef til vill er hlutskipti þess sem á hjaminu gengur þung
þraut fyrir hana að bera. Og samt talar hann fyrir hönd allra einstakhnga,
Víst er þér móðirl annt um oss ; hún er „rnóðir ahra sem lifa” en sú merking
felst í nafninu Eva, sbr. 1. Mósebók 3,20. Trúnaðurinn og traustið í máh
skáldsins gæða jörðina virðuleika og tign. Vissulega er hún haldin í heiðri í
þær,/ sem byggja breiða jörð” (JÞ, 12. bók, bls. 391). Það orðalag er ekki
fyrir hendi í XII. bók í frummálinu. Hins vegar segir í III. bók: „tken from
Pole to Pole/ He views in breadtk. . .” (1. 560-61) sem Jón Þorláksson þýðir
„heims yfir breidd” (3. bók, bls. 77). Skv. skýringum Fowlers er hugmynd
Miltons um breidd milli póla talin vísun í Jobsbók 38,18: Hefir þú litið yfir
breidd jarðarinnar?
269