Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 272
Svava Jakobsdóttii'
fleiri skilningi en einum. Hann talar við hana og um hana. Hugtökin
hreinleiki, heiður og þjáning samtengd hafa svo máttugan óm í máli
kristninnar að engum getur blandast hugur um að átt er við Maríu
guðsmóður. I kristnu samhengi felur orðið heiður í sér syndleysi. Blæjan er
þá orðin blæja hreinleikans, syndleysis. Og sakleysis; jörðin minnir nú á
brúði sem bíður endurlausnar. Svo merkingu þrungið er þetta táknmál að
návist Krists, vísun í fæðingu hans, krossdauða, upprisu og endurlausn,
verðm- öllu öðru sterkara. Á trúarsviði Alsnjóa er myndmál Jónasar af
mystískum toga; í myndinni af köldum, hvítum snjónum, tákni dauðans,
skynjar hann lifandi guðdóm, heilagan anda Guðs (hita), boðskap kristn-
innar um sigur lífs yfir dauða.
Ber sig það allt í Ijósi lita,
lífið og dauðann, kulda' og hita
Með upptalningu sinni í lokahendingxmni, lífið og dauðann, kulda’ og hita,
leggur skáldið beinlínis á borðið allt yrkiseíni kvæðisins. I hendingunni eru
tvennar andstæður, hin fyrri tekur til tilvistarskilyrða mannsins, hin síðari
til árstíða jarðar. Orðalagið í Ijósi lita er auðsjáanlega byggt á grunn-
eigindum snævarins, skini og ht, og merking þess er bimdin öllum fjórum
hugtökunum lífi og dauða, kulda og hita á jafhgildum forsendum. Því er
ekki unnt að slíta þau í sundur og skilja hugtökin lífog hiti sem almenna
ályktim um líf „eftir kvæðið". Þau eru innbyggð í skáldskaparmáhð, ekki
síður en dauði og kuldi. Jónas gerir þau sýnileg í skáldlegmn myndnm.
Niðurlag Alsnjóa hljómar sem lofsöngur er dauði og kuldi ummyndast í líf
og hita í stigmagnandi samhljómi.
í lokahendingunmn er samanburðurinn sem felst í hinni allegórísku
samhkingu í 1. línu miðerindis fullgerður og merking kvæðisins glæsilega
opinberuð. í táknmáh orðalagsins í Ijósi lita, fær lýsingarorðið hvítur, mn
snjó með öllrnn umritunmn þess orðs, yfirfærðu merkinguna hreinn,
óflekkaðm’, eins og skáldið hefor bersýnilega stefht að með táknmn sínum
og vísunum. Setningamar tvær: Dauðinn er hreinn og hvítur snjór verða
sambærilegs eðlis á öllmn sviðrnn kvæðisins. Stig af stigi fallast í faðma
orðalagið hvítur snjór og hugtökin í fyrri lið samhkingarinnar, eilíft skin.
hreint skin eihfðar og hreinn dauði. Þessi niðurstaða fæst með því að lesa
lokahendingamar tvær á mismvmandi vegu. Á þann hátt fyllist hkingin
þrefaldri merkingu í sömu andrá, er Jónas hefur sig „smátt og smátt frá
270