Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 274
Svava Jakobsdóttir
notuð sem hjálparsögn til áhersluauka, í merkingunni að drífa sig að gera
e-ð. Jörðin drííur sig (eða tekur til við) að lita.25
Á svipstundu hveríist hin hvíta og kalda mynd vetrarins í Utfagran
sumardag. Skinið er nú vermandi skin sólarinnar og fannblæjan breytist í
„glitaða blæju, gróna blómum smám”. Nú eru lífið og hiti orðin hluti af
tilveru ljóðmælandans; dauðinn og kuldi eru ekki lengur einráð. Tilveran
horfir við honum á þann hátt sem hýrgar og gleður. „Allt er nú sem orðið
nýtt”. Kaldur glampi hvíts endurskins sker ekki lengur í augu. Yfir hvítan
snjóinn breiðast alhr regnbogans litir hvert sem hann rennir augum, út
eða suður, vestur eða austur og ekki verður ljós greint frá litum né htir frá
ljósi. Látum Jónas sjálfan lýsa áhrifunum: „hin hvíta myndin skiptir sér
niður í litmyndir er raða sér hvur á bak annarri eins og eru litir friðar-
bogans”.
Þetta er tilvitnun í útleggingu hans á kafla í Stjömufræði G.F. Ursins
þar sem lýst er uppgötvun Newtons á skuggsjársjónpípu. Þýðing Jónasar
birtist á prenti árið 1842, aðeins tveim árum áðm- en Alsnjóa var ort.
Þannig á hið skáldlega innsæi a.m.k. eina rót að rekja til mismunarins á
jarðsjónpípu og spegilsjónauka!26
í Alsnjóa er fólgin öflug lífsjátning. Jónas leggur áherslu á eðlisbundið
samspil ljóss og efhis til að lífga tilveruna. Hann veitir báðnm heiður, ljósi
og jarðnesku efni. Náttúran lifnar í ljósi lita og litum ljóssins.
Tilgangslaust er að leita að afmörkuðum birtugjafa í kvæðinu; við gætum
eins spurt, hvar byijar ljósið og hvar byija litimir? Við skynjum eilífðina í
efninu og efhið í eilífðinni. í huga mannsins á blæjimni breiðu er lífið ein
heild og hann þarf ekki annað en líta í kringum sig til að sannreyna það.
Les síðan teikn úr þessari htaveröld.
Teiknið er ættað úr allegóríunni og á raunar rætur í málhefð. Regnbogi
og fiiðarbogi em samheiti. í orðinu regnbogi býr sjálfkrafa vísun í trúarlega
merkingu orðsins. Svo sem sjá má af tilvitnuninni í þýðingu Jónasar á
Stjömufræði Ursins hér að framan, notar Jónas orðið friðarbogi í stað
Skv. Orðabók Sigfúsar Blöndals, bls. 69, er so. að bera sig notuð á þennan
hátt. í grein sinni Alsnjóa. Fáeinar athugasemdir um lítið kvæði eftir
Jónas Hallgrímsson. Nýtt Helgafell II, 4, 1957, bls. 160 les Sigurður Nordal
merkinguna að reyna í orðalaginu að bera sig. Þó að ég dragi ekki í efa að
sá skilningur gæti falist í sögninni að bera sig, stafar úrdrátturinn sem í
slíkum lestri felst af því að Sigurður á við hvítt endurskin eingöngu og
forsendur hans eru aðrar. Þegar allt hefúr lifnað í ljósi sýnist mér árangur
jarðarinnar við að lita skjótur og ótvíræður.
25 Ritverk Jónasar Hallgrímssonar, Náttúran og landið. III bindi. Stjömufræði
létt og handa alþýðu (Dr. G.F. Ursin), bls. 426. Þýðing Jónasar var fyrst
prentuð í Viðeyjarklaustri 1842.
272