Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 278
Svava Jakobsdóttir
hreinleiki og heiður. eiginleika sem má yfirfæra á Maríu mey. Hreinleiki er
allsráðandi. Ljósið er heilagt. Guð er skilgreindur sem ljós, sbr. 1. Jóh.
1,5, „Guð er ljós, og myrkur er alls ekki í honum”.
Með orðalaginu í Ijósi lita er boðskapur kristninnar leiddur til
öndvegis á andlegu sviði Alsnjóa. Orðalagið „ljós hta” er umritun fyrir Krist
og byggist á frægri líkingu kirkjmmar sem höfð var til skýringar á tvennu
eðh Krists, guðdómlegu og mannlegu. Líkingin var tíðnotuð á miðöldum og
er m.a. kmm úr helgikvæðinu Lilju frá 14. öld. Sem skáldleg mynd rataði
hún inn í rómantískan kveðskap.31
í íslenskri hómilíubók er líkingin útskýrð: „En Drottinn átti að taka
líkam með þeirri meyju, er svo væri hreinlíf sem líkneski verður með þeim
lit og geisla, sem í gegnmn skín”, og síðar segir: „En geishnn skín í gegnum
glerið og hefir bæði birti sólskins og líkneski af glerinu.” Holdgun Krists er
útlistuð með eftirfarandi táknmáli: „Sólin merkir guðdóm, en glerið ina
helgu Maríu, en geislinn Drottin vom Iesum Christumþ.
í skýringum hómihubókar er lögð áhersla á mismun hvíta htarins
annars vegar og hins vegar hinna „fegurstu” hta. Þeir merkja mannlegt eðli
og áréttuð er nauðsyn þeirra í glermyndinni - „Ef sól skín á hvítt gler, þá
er geisli í gegnum og eigi hkneski með þeim geisla, því að glerið er með
einum lit og með öngu líkneski”, en María er bæði hreinlíf og hefur líkneski:
,Á góðu gleri er bæði guhs htur og silfurs og allir inir fegurstu litir”.32
Þá em lokahendingamar lesnar á ný.
Ber sig það allt, lífið og dauðann, kulda og hita, í ljósi lita.
I þessum lestri er ber 3.p.nútíð af sögninni að bera í merkingunni_að
fæða eða bera í kviði en það orðalag er þekkt úr Biblíunni, sbr. „sæll er sá
kviður er þig bar" (Lk. 11,27) og var tíðhaft í kristnum ritum miðalda mn
Maríu og bm-ð Krists.
Gerandinn er hún, þ.e. María guðsmóðir, ber (fæðir) sig, sjálfa sig, hið
jarðneska eðli, sem er orðið sammerkt við allt jarðneskt í kvæðinu, (það
Hún birtist til dæmis í frægum ljóðlínum í kvæðinu Adonis eftir enska
skáldið Shelley, ort árið 1821: Life like a dome of many-colored glass/stains
the white radiance of Etemity. Eminent British Poets of the 19th Century.
Paul Robert Lieder. Harper & Brothers Publishers. New York and London,
1938, bls. 563. Shelley byggir mynd sína á hugtökunum eilífð og jarðlíf.
Lífinu er líkt við marglita hvelfingu úr steindu gleri og eilífðin er hvítt
skin en tvíræðni orðsins „stains” gefur annars hlutlausri mynd neikvæðan
blæ: lífið flekkar hvítt skin eilífðar. Shelley hneigðist að algleymi andans í
eilífðinni en Jónas gerir allt jarðlífið hreint og gæðir svipaða mynd
trúarlegu inntaki í Alsnjóa.
32 íslensk Hómilíubók. Assumptio Sancte Marie, bls.7-9.
276