Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 280
Svava Jakobsdóttir
stöndum, til víðáttu upphafserindisins, sem liggur enda á milli sem
þvertré, sjáum við að Jónas hefur teiknað uppreistan píslarkrossinn úr
byggingu kvæðisins og merkingar þrungmun orðmn. Afstaða lesanda ræðst
af byggingu kvæðis og andlegs efniviðar þess og allt stuðlar að því að teikn
krossins birtist fyrir augum enda virðist Jónas nota hefðbundið táknmál
kirkjunnar. Til samanburðar má lesa teikn hins uppreista kross í
íslenskri hómilíubók:
„En þá er krossinn er upp reistur, þá stendur hann sumur fastur í
jörðu, en sumur er hann í lofti, því að Kristur samtengdi himneska hluti og
jarðlega. . . Fætur eru endir líkama. Því jarteinir sá hlutur krossins, er
fætur hans vóru á negldir, staðfesti góðra verka allt til enda lífs. . . En sá
hlutur, er í jörðu var, svo að eigi mátti sjá, en þó hélt hann upp öllum
höfga krossins, hann jarteinir trúu ósýnilegs máttar og leyndra hluta. Því
að svo sem það hélt upp öllum krossi, er í jörðu var og eigi mátti sjá, svo
stýrir og ósýnilegur Guðs máttur öllum sýnilegum hlutum.”34
Holdið er deytt. En er þetta hreinn dauði? Víst eru dagamir eftir
krossdauða Krists daprir og dimmir en þessi sýn á píslarkrossinn hggur á
yfirborði kvæðisins. Við horfmn óskyggniun augum á hið jarðneska.
Ljós fyrirheits hefm- skinið á h'fsgöngu hjartavarðarins og á jörðina sem
fæddi hann. í því ljósi fólst fyrirheit um endurlausn í Kristi, upprisa til
eilífs lífs, og boðun rnn nýjan himin og nýja jörð, endumýjun og lausn úr
viðjum tímans.35 Þá munu útlagamir, maður og jörð, eignast hlutdeild í
Himnaríki og endurheimta samfélag við Guð. Það sem saman á verður
ekki lengur simdur skilið.
Þessi boðskapmr felst einnig í lokahendingum Alsnjóa séu þær lesnar í
fjórða sinn. Fram að þessu hefur yfirfærsla merkingar hvílt á hugtökumun
móðir/jörð. Nú er ljósið í Kristslíkingunni í forgrunni.
Þá les ég: það ber sig allt, lífið og dauðann, kulda og hita, í ljósi lita,
þ.e. í Kristi.
Algengt er að svo sé tekið til orða í Elucidariusi um fæðingu Krists að
Drottinn hafi látið berast.36 Ég tel því að sögnin að bera merki að fæða
íslensk Hómilíubók. De Sancta cruce, bls. 53.
í stuttu máli má segja að Jónas endurleysi jörðina í Alsnjóa. Þemað er
orðað svo í Paradísarmissi: „þá skulu hauðr/ og himin bæði/ endrhelgut/
gjörast ítrskír/ok af flekk atast/aldrei síðan;” (JÞ, 10. bók, bls. 318-19). Með
endurnýjun á efsta degi, sbr. Jes. 65,17, yrði allt nýtt, hreint og óflekkað.
Sjá einnig, Elucidarius III, bls. 111.
Miðmynd er alloft notuð í Elucidariusi I um fæðingu Krists: sbr. „Christus
vildi eigi berast úr bölvuðu kyni Kain. . .” (bls. 60-61). „Hví vildi hann frá
278