Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 283
Ljós og litir í Alsnjóa
og fegursti glitvefnaður á að sjá þar sem eilífðarblómin eru sprottin upp úr
snjónum, fiflar, sóleyjar og ljallagrös, og þau eru á göngu í kvöldsvalanum
og leiðast og þeir sem þekkja Grasaferð og Paradísar missi Jónasar vita
að María hefur sett á sig snjóhvítu rósavettlingana. Þetta eru ferðalok,
útlaginn er kominn heim.
Endanleg merking hiimar alsnjóa myndar er höfuðtákn kirkjmmar
með boðskap sínum um sigur lífs yfir dauðanum. Þessi heilagi boðskapur
er í óslitnu og rökréttu firamhaldi af myndbyggingu og táknrænni merkingu
kvæðisins. Við höfum ferðast heilan hring á öllum sviðum, innri og ytri,
manns og heims, í Alsnjóa og stöndum í lokin á sama punkti og í upphafi.
Hringurinn hefur lokast utan um skínandi sigurkross. Þetta tákn merkir
himneska Paradís og hefur beina skírskotun til orða Krists á krossinum
við iðrandi syndara: „I dag skaltu vera með mér í Paradís" (Lk. 23,43).
Siðferðileg merking felst einnig í því að bera kross í hugskoti sínu. Það
merkir samhygð með öðrum, „ef hjarta vort harmar annars mein eða
syndir”.40 í Alsnjóa eru hugur og hjarta eitt. Skáldið sjálft birtist okkur
sem heill maður.
Hvemig stendur á því að ég vísaði ekki á krossinn undireins í upphafi?
Þá hefði mér nægt að skýra Alsnjóa sem útleggingu á kristnu tákni og
sparað mér og ykkur, lesendum mínum, tíma. Ég hef það mér til afbötunar
að ég sá hann ekki strax, ekki fyrr en ég hafði erfiðað í gegnum Gamla
testamentið.
Mér virðist leiðin fær bæði úi og inn í KG-gerð Alsnjóa. í JS-gerð
kvæðisins er vísað einvörðungu inn. Það virðist augljóst að út-legðin og ytri
sýnin eru skorin burt. JS-gerð hefiir þá aðeins eina vídd; hún verður
einvörðungu hugarsýn eða opinberun. Nákvæmari greining á JS-gerð en ég
hef haft tök á að gera kynni að skera betur úr mismun gerðanna, en vart
getur JS-gerðin talist jafn stórbrotið meistaraverk og KG-gerðin. Hafi
Jónas sjálfur gert þessa breytingu í JS-gerð er hún að öllum líkindum gerð
af sömu ástæðum og breytingin í 1. línu miðerindis. Hann er þá sennilega
að vísa okkur leið. Honum hefur verið í mun að við rötuðum inn í stað þess
að lokast úti og ráfa um göng vill vega í köldu völundarhúsi dauðans. Mig
grunar því að JS-gerðin sé innifahn í KG-gerð. En það er hreyfing í KG-
gerð; hún er lífsreynsla. í henni fær merking lokatáknsins afar nákomið og
persónulegt innihald. Sýn til krossins sem sigurtákns upprisunnar, hin
endanlega sýn, er borin uppi af persónulegum tilfinningum og mennskri
íslensk Hómilíubók, bls. 54, vísun í Mt. 16,24.
281