Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 287
Ritdómar
Helge Fæhn: Gudstjenestelivet i Den norske kirke — fra refonnasjonstiden til
váre dager. Oslo (Universitetsforlaget) 1994(495 s.)
Helge Fæhn, fyrrum prófessor í kirkjusögu við guðfræðideild Háskólans í
Osló, hefur ritað bók mn sögu guðsþjónustunnar í norsku kirkjunni frá
siðbót til vorra daga. Prófessor Fæhn er sérfræðingur í helgisiðasögu og var
um skeið formaður norsku helgisiðanefndarinnar. Sú nefnd gaf út
helgisiðabók til reynslu árið 1969 sem lagði gnmdvöll að þeirri bók sem nú
er í gildi í Noregi og hafði sömuleiðis nokkm- áhrif á helgisiðaþróun hér á
landi. Prófessor Fæhn hefur nokkrum sinnum komið hingað til lands og
flutti m.a. fyrirlestur á prestastefhmmi 1970.
Bók prófessors Fæhns skiptist í þijá hluta. Fyrstu tveir hlutamir fjalla
um guðsþjónustuna frá útgáfu Kirkjuskipunar Kristjáns III fram til 1814,
þegar Norðmenn losnuðu undan dönskum yfirráðum og urðu sjálfstæðir í
persónusambandi við Svíakommg. Þriðji hlutinn er um tímann frá 1814 til
vorra daga. Þá eru fjórtán viðaukar við bókina sem hafa að geyma ýmist
texta frá fomum tímmn eða útskýringar á tilteknu atferh. Loks er skrá um
fræðiorð, skammstafanir, heimildir, mannanöfn og atriðisorð.
Fyrsti hluti bókar prófessors Fæhns fjallar um tímann frá 1537 eða
frá útgáfu Kirkjuskipimarinnar og til loka 17. aldar. Á því tímabili festist
lúthersk kirkju- og guðsþjónustuskipan í sessi og nefnist sá hluti bókarinn-
ar: Frá fjölbreytni miðaldanna til einhæfni lútherska einveldisins. Það sem
stingur í augu íslensks lesanda er, að með siðbótinni tóku Norðmenn við
dönskum bókmn. Það var enginn leiðtogi siðbótar í Noregi á borð við Odd
Gottskálksson, Gissm Einarsson, Martein Einarsson, Ólaf Hjaltason eða
Guðbrand Þorláksson. Kirkjuskipanin var því gefin út á dönsku og
reiknast opinber útgáfa hennar fyrir Noreg frá árinu 1542, en 1540 hafði
hún verið þýdd á íslensku. í Noregi var það Altarisbók Palladíusar frá
1556, Sálmabók Thommispns 1569 og Grallari Jespersspns 1573 sem
múu opinberar handbækm í Noregi, þar sem Islendingar fengu sínar eigin
bækur þegar árið 1555 með útgáfu handbókar Marteins Einarssonar.
Reyndar nefhir höfundur, að það hafi gengið erfiðlega að koma þessum
dönsku bókum í notkun í Noregi, þar eð prestar hafi séð sér fært að nota
áfram hinar latnesku messusöngsbækur með þeim breytingum sem
285