Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 289
Ritdómur
messuliðir eru í formi sálma, yfir í „sálmamessu", þ.e. messu, þar sem
sálmamir gegna fyrst og fremst uppbyggilegu hlutverki og tekið verðiu- að
líta fremur á þá sem efni er fylli upp í ákveðnar eyður í messunni. Útgáfa
hinnar Evangelísk-kristilegu sálmahókar árið 1798 rak smiðshöggið á þá
þrótm, en sú bók samsvarar Leirgerði hér á landi.
Norðmenn komust undan dönskum yfirráðum árið 1814 og fjallar
þriðji hluti bókarinnar um það tímabil. Hann hefur yfirskriftina: Endur-
reisnartími helgisiðanna. Þótt ýmsum hafi fundist, að Norðmenn ættu að
laga sig að Svíþjóð í helgisiðatilliti, varð sú ekki raunin nema að litlu leyti.
Guðsþjónustulífið var í sömu skorðum og lagðar höfðu verið áður, en með
þeirri breytingu, að bækumar voru nú prentaðar í Noregi í stað Dan-
merkur. Óskir um endurskoðun á helgisiðum komu fram og fyrst var hafist
handa mn að koma út Sálmabók. Fyrsta norska sálmabókin kom út árið
1870, Sálmabók Landstads, og var hún mótuð af stefhu málhreinsunar-
sinna. Önnur sálmabók kom út árið 1873, Sálmabók Hauges, og kom hún
til móts við óskir vakningafólks. í sambandi við endurskoðun helgisiðanna
töldu Norðmenn sig óbimdna þróuninni í Danmörku og leituðu eigin leiða
og sóttu ásamt Svíum í smiðju til þýskra fræðimanna á sviði helgi-
siðafræði.
Árið 1889 fengu Norðmenn eigin handbók. Hún var unnin af nefnd sem
skipuð var árið 1880 og laut forystu Gustavs Jensens (d. 1922). í
handbókinni frá 1889 var horfið frá sálmamessunni og í staðinn teknir
upp hinir sígildu messuliðir. Norðmenn sættu sig við þá breytingu mjög
skjótlega og varð tiltölulega fljótt sátt um hana í kirkjunni og mun óhætt
að segja, að allar helgisiðaumbætur í Noregi hafi síðan byggst á þessu
mikla verki Jensens og félaga. Þeir fengu nýja handbók árið 1920 og vann
Gustav Jensen að henni. Núgildandi handbók er frá árinu 1976 hvað
varðar messuembættið og byggist messuform hennar á tillögum þeirrar
nefndar sem gaf út tilraunabókina árið 1969 og prófessor Fæhn var
formaður í.
Bók prófessors Helge Fæhn er mjög áhugaverð. Höfundur hefur safnað
saman miklum fróðleik og heimildum um norskt guðsþjónustulíf og greinir
frá efninu á lifandi hátt. Fyrir íslendinga er spennandi að lesa fyrstu
hlutana, sem fjalla um það tímabil, er Norðmenn og íslendingar lutu sama
konungi. A þeim tíma er eins og sjálfstæði Islendinga hafi verið meira en
Norðmanna. í fyrsta lagi var Kirkjuskipanin þýdd á íslensku og lögfest
þannig. I öðru lagi fengum við Nýja testamentið á íslensku árið 1540 og
Biblíuna í heild árið 1584. Og í þriðja lagi fengmn við íslenskar sálma- og
messusöngsbækur, þá fyrstu þegar árið 1555. Grallarinn íslenski (1. útg.
287