Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 291
Ritdómar
það, hvemig þeir skipa sínum helgisiðamálum. Tilraunabókin frá 1969
hafði ákveðin áhrif hér á landi t.d. varðandi tónlistina (sbr. inngöngusálma
E. Hovlands) en líka viðvíkjandi öðrum atriðum. Spuming er, hvort starf
Gustavs Jensens í Noregi frá 1880 hafi haft áhrif hér á landi í sambandi
við mótun Helgisiðabókarinnar 1910, kannske sérstaklega hátíða-
guðsþjónustuna sem sr. Valdimar Briem gerði tillögur um og fékk sr.
Bjama Þorsteinsson til þess að gera tónlist við. Það væri verðugt
rannsóknareíhi.
Einar Sigut'björnsson
Björn Halldórsson í Laufúsi. Ljóðmæli. Bolli Gústavsson tók saman.
Reykjavík (Skálholtsútgáfan) 1994 (290 s.)
Það er mikið fagnaðarefni að ljóðum sr. Björns Halldórssonar (1823-
1882) í Laufási hafi nú verið safnað saman og þau gefin út ásamt ítar-
legum inngangi sr. Bolla Gústavssonar, vígslubiskups, vun skáldið. Nefhir
sr. Bolli ritgerð sína: „Upprisuskáld“ (s. 7-131).
Sr. Bjöm Halldórsson hefur ekki verið sérstaklega afkastamikið skáld
en yrkisefni hans hafa hins vegar verið mjög fjölbreytt. Því fer fjarri að
hann einskorði sig við trúarlegan kveðskap. Þvert á móti er veraldlegur
kveðskapur fyrirferðamikill meðal ljóða hans. Oft yrkir hann ádeilukvæði,
meðal annars um konungskjömu þingmennina. Lýsti hann því yfir að sig
dauðlangaði „til þess, að þeir verði svívirtir“. Eins og tilvitnuð orð bera með
sér var Bjöm mjög pólitískur og var þjóðfundarmaður Norður-Þingeyinga
1851. Stóð hann þar fast við hlið Jóns Sigurðssonar, sem hann dáði mjög,
en gegn læriforður sínum, dr. Pétri Péturssyni.
Sr. Bjöm orti af fjölmörgum tilefnum öðmm, gjaman sjálfum sér og
öðrum til gamans. Þannig kemur fram í handritum Bjöms að fögur sönglög
hafa orðið til þess að vekja löngun hans til að yrkja enda var tónlistarlíf
með fjölbreyttasta móti á heimili hans. Þá var Bjöm snjall og mikilvirkur
bréfritari og hafa bréf hans reynst Bolla notadrjúg heimild við samningu
ritgerðarinnar mn Bjöm Halldórsson. Kemst Bolli vel að orði mn stíl Bjöms
er hann segir: „Hann var mótaður af knöppum stíl fornra íslenskra
bókmennta. Og sálmar hans og eftirmæli bera svip þeirrar hnitmiðunar,
þar sem engri setningu er ofaukið.”
í ritgerðinni kemur fram að Bjöm var aðeins á áttimda ári þegar hami
missti móðm sína og leiðir Bolh getmn að því að móðurmissirinn hafi átt
mikinn þátt í þeirri geðrænu vanstillingu, sem kom yfir Bjöm öðm hveiju
289