Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 292
Ritdómar
framan af fullorðinsárum. Bolli gerir sér þó fulla grein fyrir að þar hefur
vafalaust fleira komið til og ljóst er að Bjöm var ekki hamingjusamur í
hjónabandi, a.m.k. ekki framan af, og orti um hið „ástlausa skylduhjóna-
band”. Augljóst virðist að í ljóðinu er Bjöm með hugann við hjónaband sitt
og Sigríðar Einarsdóttur, sem hann þráaðist við að eiga þar til Vilhjálmur
sonur þeirra var á sjöunda ári.
Þóm Gunnarsdóttur, stjúpmóður Bjöms, verður lengi minnst því það
munu vera lokkar hennar sem Jónas Hallgrímsson greiddi við Galtará, en
Jónas hafði beðið mn hönd hennar sumarið 1828 og hún beðið eftir homun
allt þar til hann sigldi utan fjómm ámm síðar. Giftist hún sr. Halldóri
Bjömssyni í október 1934, en hann var fjórtán árum eldri en hún. Af bréfi
sem Bolli dregur fram í dagsljósið verðm- ljóst að Þóm hefur tekist að vinna
hug hins viðkvæma stjúpsonar síns, Bjöms Halldórssonar.
Bjöm átti til presta, biskupa og skálda að telja. í Bessastaðaskóla fékk
hann þá umsögn af Jóni lektor Jónssyni að hann væri „gæddur sérstaklega
farsælum gáfum.” Hann hætti við að halda í framhaldsnám til Kaup-
mannahafnar vegna heilsubrests en sigldi þó þangað 1850. Dvaldist hann
þar vetrarlangt, sér til andlegrar hressingar og uppbygginar fremirr en til
náms, að því er Bolli telur.
Þáttaskil urðu á æviferli Bjöms er hann nær 28 ára kemur aftur í Lauf-
ássókn eftir tveggja áratuga fjarvem, fyrst sem heimiliskennari en síðan
sem aðstoðarprestur séra Gunnars Gunnarssonar. Bimi var síðan veittur
Laufás 12. des. 1853. Var hann vinsæll meðal sóknarbama sinna og segir
Bolh að enn í dag lifi aldrað fólk í Laufássókn „er minnist þeirrar hlýju og
óblöndnu aðdáuunar, sem fram kom í lýsingum gamals fólks, er það var
samtíða í bemsku og hafði kynnst séra Bimi og mundi hann vel.“ Oft tók
hann pilta á heimilið og sagði þeim til undir skóla. Þá var hann fágætlega
umhyggjusamur faðir og öll böm virðast hafa laðast að honum. Sjálfur varð
hann fyrir þeim þunga harmi að missa tvær dætur sínar og er sérstaklega
minnisstætt ljóð sem hann orti mn Svöfu dóttur sína („Nú ertu sofnuð,
Svafa mín”), sem lést á uppstigningardag 1860, aðeins sex ára.
í því ljóði kemur upprisutrú sr. Bjöms vel í ljós, en upprisutrúna telur
sr. Bolh einmitt megineinkenni á trúarlegu viðhorfi Bjöms. Það em fyrst og
fremst ljóðin og sálmamir sem em heimild Bolla um trú Bjöms. Hvergi er
vitnað til prédikana hans og virðast þær því ekki hafa varðveist. Einn
kunnasti sálmur Bjöms er jólasálmurinn „Sjá himins opnast hlið.” Af þeim
sálmi er forvitnileg frásögn í ritinu og birtir Bolli frmngerð sálmsins, eins og
það er varðveitt í elsta handriti hans frá árinu 1868. í endanlegum bún-
ingi birtist sálmurinn í Sálmabókinni 1886. Er athyglisvert hve miklum
290