Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 293
Ritdómar
breytmgum sálmurinn hefur tekið og er það til marks um að Bjöm hefur oft
verið lengi að móta endanlega gerð ljóða sinna.
Margt er fróðlegt í þessari ritgerð sr. Bolla og er hún hin læsilegasta. Er
víða komið við, íjallað um deilur Bjöms við ýmsa samferðarmenn hans,
embættisfærslu hans, náttúrufegurð og landshætti að Laufási, búskapar-
sögu Bjöms þar o.s.frv. Sem dæmi um áhugaverðan kafla í ritinu má nefna
umfjöllun Bolla um nefnd þá er vann að útgáfu sálmabókarinnar 1886.
Vitnar Bolli þar í þau ummæli Magnúsar Jónssonar, prófessors, að „fáir
formenn hafa haft aðra eins áhöfn á báti sínum”. Mun það ekki ofmælt.
Bjöm lagði til 35 frumorta sálma í sálmabókina en aðeins einn þýddan,
sálminn „A hendur fel þú honum.” Er þar um að ræða þýðingu á fimm
versum úr miklu lengri sálmi eftir þýska prestinn og sálmaskáldið Paul
Gerhardt frá árinu 1653. Er óhætt að taka undir með Bolla er hann slær
því föstu „að það hefði ekki verið hægt að gera betur” en Bjöm gerði í
þessari þýðingu sinni. Þeim mun furðulegra er að Bjöm skyldi ekki fást
meira við þýðingar en raun ber vitni. Af frumkveðnum sálmum í sálma-
bókinni átti sr. Valdimar Briem (1848-1930) flesta, 106 talsins. En
afkastamestur nefndarmanna var sr. Helgi Hálfdánarson (1826-1894),
sem lagði til alls 211 sálma í sálmabókina eða nálega þriðjimg bókar-
innar. Auk þeirra voru í nefndinni. Sr. Páll Jónsson í Viðvík, sr. Stefán
Thorarensen á Kálfatjöm, Steingrímur skáld Thorsteinsson og síðast en
ekki síst sr. Matthías Jochumsson.
Bjöm varð bráðkvaddnr 19. desember 1882. Þórhallur sonur hans, sem
þá var að ljúka námi í Kaupmannahöfn, neitaði að sækja um Laufás þrátt
fyrir áskorun sóknarbama til hans. Ástæðan til þess að Þórhallur vildi
ekki sækja var málsókn Einars alþingismanns í Nesi á hendur Birni vegna
landamerkjadeilu þeirra en Einar lét lesa stefhuna í Laufási í ársbyijun
1883 aðeins fáeinmn dögum eftir andlát Bjöms. Það virðist hafa fengið svo
mjög á Þórhall að hann gat ekki hugsað sér að sækja um staðinn og þurfti
ekki að koma á óvart. Annars saknaði ég þess að ekki skyldi fjallað meira
um Þórhall í hinni mjög svo læsilegu og áhugaverðu ritgerð sr. Bolla
Gústavssonar.
Ýmsir hafa orðið tii þess að láta þá skoðun sína í ljós að sr. Bjöm Hall-
dórsson lægi óbættur hjá garði sem skáld. Nú hefur verið úr því bætt og er
ekki ofinælt að tími hafi verið kominn til, því að svo sannarlega verð-
skuldar Bjöm að ljóð hans varðveitist og séu lesin. Það fer vel á því að það
skuli vera einn af eftirmönnum hans í Laufási sem annast útgáfuna.
Gunnlaugur A. Jónsson
291