Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 297
Um höfunda
nú að ritun á sögu Ríkisútvarpsins. Bókmenntagagnrýnandi Tímans um
árabil og er nú leiklistargagnrýnandi sama blaðs. Ritstjóri Andvara frá
1985. Fjöldi greina, ritgerða og útvarpsþátta um bókmenntir og önnur efni.
Heíur einnig fengist við þýðingar, m.a. þýtt sögur eftir Pár Lagerkvist og Bo
Carpelan.
Gunnlaugur A. Jónsson er fæddur 28. apríl 1952 í Reykjavík. Stúdent
frá Menntaskólamrm í Reykjavík 1972. Cand. theol. frá Háskóla íslands
1978. Starfaði sem blaðamaður á Dagblaðinu 1978-81. Við framhaldsnám
í gamlatestamentisfræðum í Lundi árin 1981-88 og lauk þaðan
doktorsprófi 1988 með ritgerðinni The Image of God. Genesis 1:26-28 in a
Century of Old Testament Research. Stundakennari við guðfræðideild frá
1988. Bókmenntagagnrýnandi DV frá sama tíma. Skrifstofustjóri guðfræði-
deildar og forstöðumaður Guðfræðistofnunar frá 1990. Ritstjóri Ritraðar
Guðfræðistofhunar frá 1990 og ritstjóri Arbókar Háskóla íslands frá 1994.
Jón G. Friðjónsson er fæddur 24. ágúst 1944. Stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1964. B.A.-próf í íslensku og sagnfræði 1969. Cand.
mag.-próf í íslensku og almennri málfræði 1972. Að loknu námi starfaði
Jón fyrst við Orðabók Háskólans fram á haust 1972, en þá var hann
ráðinn „Wissenschaftlicher Assistent" við Christian-Albrecht háskólann í
Kíel. Þar hafði hann með höndum kennslu í íslensku. Haustið 1975 var
hann skipaður lektor við Háskóla Islands og dósent árið 1982. Hann er
höfundur bókarinnar Mergur málsins (1993).
Metzger, Bruce M. er fæddur 9. febrúar 1914. Doktorsprófi (Ph.D.) lauk
hann frá Princeton Theol. Seminary 1942 þar sem hann hefur kennt allan
sinn fræðimannsferil. Metzger er með kunnustu fræðimönnmn heimsins á
sviði textafræði Nýja testamentisins og hefur gefið út mörg grundvallanit á
því sviði, þ.á.m. The Eat'ly Versions of the New Testament: Their Origin,
Transmission, and Limitations (Oxford U.P., 1977), The Text of tlie New
Testament: Its Transmission, Corruption and Restoration (Oxford U.P.,
1992). Metzger er heiðursdoktor frá mörgum háskólum, þ.á.m. St.
Andrews University í Skotlandi, háskólanum í Munster, Þýskalandi og
University of Potchefsroom í Suður-Afriku.
Pétur Pétursson er fæddur á Akureyri 19. febrúar 1950. Hann varð
stúdent frá Meimtaskólanmn á Akureyri 1970 og tók B.A.-próf í almennum
295