Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 298
Um höfunda
þjóðfélagsfræðum frá Háskóla íslands 1974. Pétur stundaði framhalds-
nám í félagsfræði við Lundarháskóla á ánmum 1975-83 og lauk doktors-
prófi (fil. dr.) frá Lundarháskóla 1983 með ritgerðinni Church and Social
Change. A Study of the Secularization Process in Iceland 1830-1930. Síðan
stundaði hann nám í guðfræði og framhaldsnám í trúboðsfræði og
samkirkjulegri guðfræði við Lundarháskóla. Lauk hann doktorsprófi í
guðfræði þaðan árið 1990 með ritgerðinni Frán váckelse till samfund.
Svensk pingstmission pá öarna i Nordatlanten. Pétur varð dósent við
félagsvísindadeild Háskóla íslands haustið 1990. Hann var skipaður
dósent í kennimannlegri guðfræði við guðfræðideild Háskóla íslands 1.
janúar 1993 og prófessor frá 1. janúar 1994.
Silja Aðalsteinsdóttir er fædd 3. október 1943 í Rauðuvík á Ársskógs-
strönd. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963. Cand. mag. í
íslenskum bókmenntum frá Háskóla íslands 1974. Kandídatsritgerð
hennar, Þjóðfélagsmynd íslenskra barnabóka, var gefin út í ritröðinni
Studia Islandica (35, 1976). Stundakennari í íslenskum 20. aldar bók-
menntum við Háskóla íslands 1976-86, þ.á.m. bamabókmenntum. 1981
kom út yfirlitsritið Islenskar barnabækur 1780-1979. Silja var ritstjóri
Tímarits Máls og menningar 1982-87, auk þess sem hún hefur skrifað
gagnrýni í Þjóðviljann, DV og víðar, þýtt fjölda bóka og skrifað ævisögur.
Síðasta bók hennar til þessa er Skáldið sem sólin kyssti, ævisaga
Guðmimdar Böðvarssonar (1994).
Svava Jakobsdóttir er fædd 4. október 1930 í Neskaupstað. Stúdent frá
Menntaskólammi í Reykjavík 1949. Hún stundaöi háskólanám í enskum
og amerískmn bókmenntiun, m.a. fomensku og miðaldabókmenntum, við
Smith College í Northampton, Massachusetts í Bandaríkjunum og lauk
þaðan AB prófi 1952. Stundaði rannsóknarnám í íslenskum fornbók-
menntum við Somerville College í Oxford veturinn 1952-53. Las sænskar
nútímabókmenntir við háskólann í Uppsölum veturinn 1965-66. Svava er
rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður. Fyrsta bók hennar, smá-
sagnasafnið Tólf konur, kom út 1965. Síðan hafa komið út eftir hana
smásagnasöfn og skáldsögur, m.a. Gunnlaðar saga (1987) og leikrit
hennar hafa verið sýnd á sviði og í sjónvarpi. Síðast útgefna skáldverk
hennar er Undir eldfjalli (1989). Auk þess hefur Svava samið Qölda
útvarpsþátta og greina um bókmenntir og önnur efni, m.a. fræðilegar
ritgerðir, nú síðast Paradísar missir Jónasar Hallgrímssonar.
296