Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 16
SKAGFIRÐINGABÓK
með Svaðastaðafólki. Hinn 3. október 1978 ræddi eg við Önnu
Jónsdóttur, húsfreyju á Laufhóli í Viðvíkursveit. Hún sagði svo
frá, að hún hafi heyrt að lík unnusta Rannveigar hafi verið í
skemmu í Gautsdal, en ekki á öðrum bæ, og Rannveig hafi aldr-
ei beðið þess bætur andlega, sem hún varð að reyna, og verið
veikluð eftir það. A Svaðastöðum hafi hún litlu ráðið, því Þor-
kell og Una móðir hans hafi bæði verið ráðrík.
Rannveig Jóhannesdóttir átti 12 börn með Þorkeli manni sín-
um á 14 árum. Atta börn komust upp, en fjögur dóu í æsku, tvö
þeirra úr barnaveiki tveggja ára gömul. Yngstar af börnum
Rannveigar voru tvíburasystur, Guðrún og Helga. Þær fæddust
í ágúst1831.
Sú saga var sögð, að í einhverju ósjálfræði hafi Rannveig farið
út að Hofstöðum og alið tvíburana í skemmu þar. Hinn 4. októ-
ber 1978 barst þetta í tal við Önnu Jónsdóttur á Laufhóli og
sagði hún svo frá, og hafði eftir móður sinni og ömmu, að þegar
Rannveig á Svaðastöðum átti tvíbura hafi hún verið að koma
heim, kannski af engi, og þá hafi hún átt fyrra barnið í hlaðvarp-
anum á Svaðastöðum, og svo hafi Þorkell borið hana inn og
seinna barnið fæðzt þar. Rannveig var langamma Önnu á Lauf-
hóli.
Eftir að Rannveig átti tvíburadæturnar 1831, fór hún frá
Svaðastöðum vestur að Gautsdal til Helgu móður sinnar og var
þar til 1845, tók við búi þar af móður sinni 1835 og stóð fyrir því
í 10 ár. Þá fór hún að Ríp til séra Jóns Reykjalíns og var þar til
1848. Svo var hún áýmsum stöðum í þrjú ár til 1851. Þá fór hún
að Dýrfinnustöðum til Jóhannesar sonar síns og var þar til
1854. Sigurður Ólafsson segir svo í æviskrá:
Eftir að faðir hennar andaðist á Svaðastöðum 1853, flutt-
ist hún til Þorkels bónda síns 1854 eftir 24 ára samvistaslit.
Dvaldist Rannveig þar til æviloka hjá börnum sínum, er
þar voru heima. Er ekki annars getið en hún hafi nú unað
hag sínum og ráðið því, er henni þóknaðist síðustu æviár-
14