Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 83
UM LEGSTEINA í HÓLADÓMKIRKJU
biskupi móðurföður hans, að þeir vildu heldur hafa hans
son ungan og afbrigðislausan að biskupi, en annan mann,
er þeim var gefið um að kjósa.23
7. Steinn Halldóru Gudbrandsdóttur
Halldóra, dóttir Guðbrands biskups Þorlákssonar, var mikil-
hæf kona. Hún var 13 ára þegar móðir hennar dó, og mun ung
hafa tekið við húsmóðurhlutverki á Hólum. Hún giftist ekki og
átti ekki börn, en ól upp tvö systurbörn sín, Halldóru Aradótt-
ur og Þorlák Skúlason. I veikindum föður síns og eftir fall dóm-
kirkjunnar 1624 hafði hún alla forsjón á biskupsstólnum. A
þeim árum var kirkja sú reist, sem við hana er kennd, og þótti
Halldóra miklu hafa orkað í hörðum árum. Halldórukirkja
stóð til 1758, en varð þá að víkja fyrir steinkirkjunni.
Eftir að Þorlákur Skúlason varð biskup á Hólum, 1628, flutt-
ist Halldóra að Oslandi og bjó þar til dauðadags, 12. september
1658. Var hún þá 85 ára og hafði legið í kör nokkur ár áður en
hún dó. Hún var flutt heim að Hólum og grafin þar hjá föður
' 24
sinum.
Það segir sína sögu um það orð sem af Halldóru fór á Hóla-
stað, að legsteinn hennar var ekki eyðilagður þegar núverandi
kirkja var byggð, heldur settur hjá steinum biskupanna í
kórnum. Steinninn er rauðleitur, 68x58 cm, áletrunin á ís-
lenzku og latínu, íslenzkan með gotnesku smáletri, stafhæð um
25 mm, latínan með latneskum upphafsstöfum af svipaðri
stærð. Latínutextinn er í bundnu máli, undir saffískum hætti,
eins og t.d. Integer vitae eftir Hóras. Umhverfis leturflötinn er
bekkur með skrauti í barokkstíl. Efst er engilhöfuð með vængj-
um og aldinklasar beggja vegna, en með báðum hliðum blóma-
skraut sem endar neðst fyrir miðju, þar sem það umlykur fanga-
mark Halldóru. Þessi legsteinn er eflaust verk Guðmundar
Guðmundssonar smiðs í B j arnastaðahlíð, eins og rökstutt verð-
ur hér síðar í sérstökum kafla.
6 Skagfirdingabók
81