Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 36
SKAGFIRÐINGABÓK
an hest frá Brúnastöðum. Þegar skammt var komið áleiðis, gafst
hann upp, en þá voru tunnurnar settar á áburðarhest frá Sveins-
stöðum, sem Bjarnagráni var kallaður.
A haustin var föst regla að slátra tólf sauðum í einu. Fleiri
sauðum var slátrað síðar, og urðu þeir stundum eins margir og
hið fyrra sinni. Auk þess var slátrað einhverju af ám og
lömbum. I skála var kjötkaggi, sem látið var sauðakjöt í. Aldrei
var farið að taka úr þessu íláti fyrr en í sláttarbyrjun næsta sum-
ar og náði þá kjötmatur saman og meira.
Saltkjöti var oft fargað á útmánuðum, gefið eða selt. Ef það
var selt, var verðið tvær krónur fjórðungurinn. Það var föst
regla, að Björn færi með eitt sauðarkrof til Jóhannesar á Hóli
síðasta vetrardag. Jóhannes óf allar voðir fyrir Sveinsstaða-
heimilið, og var krofið reiknað upp í þau viðskipti.
Á blóðvelli var þannig unnið að slátrun: Bógar voru skornir
frá áður en kroppurinn stirðnaði og himnan utan á bógnum
strengd inn yfir bógsárið og næld með trétöppum. Bringukoll-
urinn var skorinn frá og látin fylgja honum þrjú fremstu rifin
hvorum megin, er kölluð voru skammrif. Þetta stykki var kall-
að skammbrók eða skammrifsbrók. Hinn hlutinn af fallinu,
læri, hryggur og síður, hékk allt saman og hét krof. Hálsliðirnir
fylgdu skammbrók, hryggurinn tekinn sundur aftan við
skammrif.
Á föstudag rnilli gangna, var réttað á Sveinsstöðum. Nóttina
áður kom féð úr Stafnsrétt. Dilksfélagið var mjög stórt, og
komu því margir að Sveinsstöðum að hirða fé sitt. Þennan dag
voru miklar veitingar fram bornar, kaffi með brauði og matur,
bankabyggsmjólkurgrautur, saltað sauðaket frá fyrra ári soðið
í grautnum. Þessi grautur var soðinn daginn áður í fjögurra
fjórðunga sláturpotti, en margir gistu þegar komið var úr
Stafnsrétt.
Það var siður að mjólka ærnar á Mikaelsmessu, sem þá var
hætt að mjólka nema sjaldan, og gera sauðaþykkni. Mjólkin var
soðin og varð þá svo þykk, að hún hné naumlega. Með þessari
34