Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 43
BJORN ÞORKELSSON, SVEINSSTOÐUM
sinn ætti landið, og gaf í skyn að grösin yrðu tekin af því.
Nokkru síðar kom húsbóndi piltsins, og þótti þá fólkinu illa
horfa og reyndi að halda þessum manni veizlu, eftir því sem efni
stóðu til. Maður þessi var hinn prúðmannlegasti, gerði engar
kröfur um að fá grösin, en bað fólkið að hverfa af þessum
slóðum. Fólkið fór þegar á leið heim og var langt komið að tína
þau grös sem það ætlaði. Þegar heim kom að Sveinsstöðum, var
að því fundið, að þau skyldu fara svo langt. Eiríkur sagði að það
væri Laugu að kenna. Hún játaði því og sagði, að sér hefði ekki
dottið í hug að vera ein með honum.
Þegar Sigurlaug Brynjólfsdóttir var unglingur, fór hún í geld-
fjárrekstur og til grasa fram í Buga. Með henni fóru tveir vinnu-
menn, Jón er síðar var bóndi á Eyvindarstöðum í Blöndudal, og
Páll Reykjalín. Þau ráku féð sem leið liggur fram í Buga. Svo var
fyrir mælt, að þegar þangað kæmi skyldi Jón halda áfram með
féð eitthvað lengra fram eftir, en þau Sigurlaug og Páll nema þar
staðar og fara að tína grös. Þoka var og súld og vont færi, aur-
vaðall svo mikill, að ekki var hægt að ríða hestunum nema öðru
hvoru. Þegar fram eftir kom, voru skór Sigurlaugar komnir í
sundur. Þegar Jón var farinn, þótti Sigurlaugu miður að vera ein
eftir með Páli. Hann var fremur lítilmenni að burðum, en mont-
inn og kvennadindill. Sú var þó bótí máli, að Sigurlaug hafði við
honum ef til átaka kom. Þegar Sigurlaug kom að kofanum,
glaðnaði yfir henni þegar hún sá þar grasabing. Þar var grasa-
fólk frá Kóngsgarði, tveir feðgar og Guðrún Bjarnadóttir, sem
áður hafði verið á Lýtingsstöðum. Þar var líka Pétur í Saurbæ
faðir Hjálmars á Breið og unglingspiltur með honum. Pétur var
að koma úr stóðrekstri og lá veikur í kofanum. Stundu síðar
kom það að kofanum fólkið frá Kóngsgarði. Guðrún fór að
reyna að hita kaffi, en illa gekk að kveikja eld því rigning var.
Guðrún spurði þá Sigurlaugu hvort hún ætti ekki tólgarmola.
Það væri líklega nóg andskotans tólgin á Sveinsstöðum. Sigur-
laug svaraði, að þar væri ekkert til úr verri staðnum, en lét hana
samt hafa tólgarmola og fékk molakaffi í staðinn.
41