Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 128
SKAGFIRÐINGABOK
19. Steinn Sigurdar biskups Stefánssonar
Þá er röðin komin að Sigurði Stefánssyni, síðasta Hóla-
biskupinum. Steinn hans var fram undan kirkjudyrum, lítið eitt
til norðurs. Steinninn er útlendur, 156x92,5 cm, úr rauðgráum
sandsteini. Hann er kúptur, þykkt við kant 9,5 cm en 21 cm fyr-
ir miðjum endum. I efri hornunum hafa verið skrautsteinar, en
nú standa holurnar tómar, 11,5 cm í þvermál. Allt umhverfis
steininn er strikaður kantur. Sjálfur leturflöturinn er upp-
hleyptur í líki veggtjalds með kögri að neðan. Áletrunin er með
latneskum upphafsstöfum, stafastærð 26 mm, en 38 mm í ann-
arri línu og nöfnunum. Grafskriftin byrjar efst á steininum og
er svo þétt skipað, að hún nær rétt rúmlega niður fyrir miðju.
Hún er prentuð í minningarritinu um Sigurð Stefánsson, ásamt
tveimur öðrum. Er önnur þeirra á íslenzku, svipuð þessari, hin
á latínu.75
Sigurður Stefánsson fæddist á Höskuldsstöðum á Skaga-
strönd 27. marz 1744. Hann átti til höfðingja að telja, var t.d.
hálfbróðir Olafs Stefánssonar stiftamtmanns. Hann var fyrst
konrektor á Hólum, þá prestur á Möðruvöllum í Hörgárdal og
loks prófastur á Helgafelli. Eftir lát Arna biskups Þórarinsson-
ar, sigldi Sigurður til Kaupmannahafnar, og var vígður biskup
vorið 1788, en tók ekki við Hólastól fyrr en ári síðar. Þó að lítil
reisn væri yfir biskupsstjórn Sigurðar, kórónaði hann sín em-
bættisverk með því að vígja Geir Vídalín til biskups í Skálholts-
umdæmi 30. júlí 1797. Biskupssetrið átti þá að flytjast frá Skál-
holti til Reykjavíkur. Eftir fráfall Sigurðar Stefánssonar varð
Geir Vídalín biskup yfir öllu Islandi, fyrstur manna.
Sigurður biskup var ekki mjög lærður maður, en leysti em-
bættisverk þó yfrið laglega af hendi. Jón Espólín lýsir honum
svo:
Hann var spaklátur maður og mjög gæfur, óáleitinn við
alla menn og hinn frómlundaðasti, fríður sýnum, lágur
meðalmaður á vöxt, heldur heilsulítill.76
126