Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 158
SKAGFIRÐINGABÓK
Æ fleiri beina máli sínu til manns, er situr utarlega í mann-
hringnum. Hann hefur ekki tekið til máls, en hugurinn starfar;
hann er að skipuleggja herbragð sem sjálfur Napoleon hefði
mátt vera stoltur af mörgum öldum síðar.
Hvað hét þessi maður, hvar bjó hann, bjó hann á Vatni,
Mýrakoti eða Höfða? Það veit enginn lengur.
Maðurinn rís á fætur, vöðvarnir hnyklast undir sólbakaðri
húðinni, hann rennir festulegum stálgráum augum yfir hópinn.
Ef þið viljið hlíta mínum ráðum þá er ég reiðubúinn. Hann vel-
ur flokk vaskra manna og mælir: „Farið um sveitina og kallið
hingað alla verkfæra menn með öll tiltæk vopn. Rekið hingað
öll hross sem þið finnið, tamin og ótamin, já einkum trippi og
ótemjur. Þið þekkið landslagið hér á Höfðaströndinni; farið
leynt en þó sem allra skjótast. Þið sem eftir eruð höggvið hrís og
bindið í bagga. Sjálfur mun ég litast um.“
Hádegissólin bakar töðuna, næturdöggin horfin og löngu
tímabært að snúa, en nú sést enginn við verk. Hrífurnar rísa
hver upp við sinn bæjarvegg, þær eiga frí í dag.
Um nón hafa menn safnazt saman aftur. Hrossin kasta mæð-
inni eftir hlaupin og úða í sig grængresinu. Menn handleika
vopnin, harðir á svip. Allt í einu er foringinn nýskipaði meðal
þeirra. Þetta er ekki sami bóndinn sem í gær flutti hey sitt í garð;
herðarnar eru meiri, hreyfingarnar kvikari, andlitið sem meitl-
að í stein, augun vökul og stálhörð, jafnvel röddin er önnur.
„Þeir eru hér skammt frá, í lautinni djúpu við merkin milli
Hóls og Vatns, rétt ofan götunnar. Margir þeirra hafa lagt frá
sér vopn og verjur, eru berir niður að mitti, þeir eru að leita sér
lúsa. Bindum nú hrísbaggana á hrossin og rekum yfir þá. Þeir
sem bezta reiðhestana eiga stjórni rekstrinum, hinir fylgi eftir
sem fastast. Gætið þess að fyrsta áhlaupið ræður úrslitum. Ef
þeir ná að fylkja sér með öllum vopnum, munu þeir verða oss
torsóttir. Tryllum hrossin sem mest þegar kemur að lautinni,
dugi síðan hver sem má. Höggvið títt og höggvið fast, við eigum
skuld að gjalda. Eg kom núna frá Hóli, þar er enginn á lífi;
156