Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 150
SKAGFIRÐINGABÓK
eða næstum öll, svo mörgum öldum skipti, vestan Hegraness.
Frá Hellulandsvöðum er skömm leið til sjávar og gætir þar sjáv-
arfalla nokkuð inn úr vestari ós Héraðsvatna.
Bœjarnessvað eða Þveráreyjarvað. Þetta vað telst til Austur-
vatna. Þar var riðið austur úr Bæjarnesinu í Eyhildarholti og
suðaustur á Þveráreyju. Þetta vað var farið um miðja síðustu
öld, þó mjög sjaldan, þótti ærið hættulegt vegna mikillar sand-
bleytu. (Ur 1940 fóru Eyhildarholtsmenn yfir kvíslina austan
við bæinn og yfir á Engjaeyjuna. Riðu svo úr suðurenda hennar
yfir sanda vatnslitla [svonefnda Miðkvísl (MHG)] beina stefnu
á Þveráreyju, en kvíslin austan við hana [Þverárstokkur
(MHG)] var á þeim árum vel hestfær og ekki djúp, enda mátti
telja þetta alfaraleið).8
Stokkavað. Það er milli Eyhildarholts og Framness. Þar eru
Vötnin í mörgum kvíslum (stokkum). Er þar kallað að fara yfir
þau á Stokkunum, sem er eðlilegt heiti og líklega allfornt.
8 Þær sex línur sem hér eru innan sviga vill Magnús H. Gíslason, sem ólst upp
í Eyhildarholti, hafa svo: „Ekki er ljóst hvenær hætt var að nota þetta vað, en
víst er, að eftir að Gísli Magnússon og Guðrún Þ. Sveinsdóttir hófu búskap
í Eyhildarholti vorið 1923, varþetta vað aldrei riðið. I stað þess var farið Aust-
urkvíslarvað.
Austurkvíslarvað. Farið var út í kvíslina af bakkanum suðaustan við
Eyhildarholtsbæinn og yfir á Engjaeyjuna. Væri förinni heitið yfir í Blöndu-
hlíð, var ýmist að farin voru Stokkavöðin, eða yfir Miðkvísl úr Engeyjartánni
og suður í Þveráreyju. Yfir Þverárstokkinn, sem fellur austan Þveráreyjar,
var svo farið skammt norðan við Sporðakvísl, en svo nefnist ós Þverárinnar.
Þetta var lengi vel eina vaðið á Austurkvíslinni, eða allt fram um 1930. Þá
„uppgötvaðist“ annað vað. Var þá farið út í kvíslina af norðurenda heima-
túnsins og komið upp á Engjaeyjarbakkann nokkru utar. Þetta vað var ein-
göngu notað af Eyhildarholtsmönnum, og þá í sambandi við heyskapinn.
Rípnreyjarvað. Norðurhluti Engjaeyjunnar nefnist Rípureyja og er engja-
land frá Ríp. Þegar þar er komið nefnist Austurkvíslin Rípurkvísl. Yfir hana
var farið af Ketubökkum, oftast nær, í allmikinn sveig til suðausturs, og tekið
land nálægt kálgörðum, sem þar voru á bakkanum. Vað þetta var einkum
notað af Rípurbændum í sambandi við heyskap þeirra á Rípureyju, en stund-
um einnig af fólki utan úr Hegranesi, sem var þá á leið yfir í Blönduhlíð."
148