Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 31
BJÖRN ÞORKELSSON, SVEINSSTÖÐUM
Jónssyni í Brautarholti. Valur var seldur að Keldulandi. Skór
var af Grásokkukyni, seldur Halldóri Halldórssyni, sem var
bróðir séra Zophóníasar Halldórssonar. Hörður var reiðhestur
Björns, oft nefndur Rauður, eins og fyrr er fram komið. Laufi
var undan Flugu, seldur á markaði þriggja vetra. Björn sagði, að
það hefði ekki átt að láta hann.
Jón Stefánsson á Keldulandi fór til Ameríku. Björn á Sveins-
stöðum keypti að honum sauði og tvo fola. Annar var grár og
hét Valur, en hinn var jarpur púlshestur.
Heimilisfólk
Góð vist og góðir húsbændur hafa verið á Sveinsstöðum á tíma
þeirra Björns og Guðlaugar. Það sést á því hvað vinnufólk var
þar lengi, og skulu nefnd nokkur nöfn.
Eiríkur Eiríksson frá Breið var vinnumaður frá 1866 til 1875.
Sigurlaug Pétursdóttir kom að Sveinsstöðum 1870 og var þar
lengi. Hún kom frá Gili í Oxnadal á unglingsaldri, var þar hjá
Magnúsi bónda, er grunaður var um hrossadráp á Hörgárdals-
heiði. Sigurlaug átti þar illa ævi. Sæunn, kona Magnúsar, var
systir Sigurlaugar, dætur Péturs Jónssonar bónda á Nautabúi.
María Björnsdóttir kom að Sveinsstöðum 1865 og er þar til
1869. María var með son sinn, Frímann Rósenkar, sem hún
hafði átt með Hannesi Hannessyni á Reykjarhóli1. Frímann var
síðan á Sveinsstöðum til 1881. Hann kvæntist Helgu dóttur
Jóhannesar á Hóli og fór með því fólki til Ameríku.
Sigurlaug Brynjólfsdóttir kom að Sveinsstöðum 1877, átta
ára gömul, og var þar til 1904. Árið 1894 réðist Jón Benedikts-
son vinnumaður að Sveinsstöðum, og 1897 gekk hann að eiga
Sigurlaugu Brynjólfsdóttur. Þau bjuggu á Sveinsstöðum á móti
1 Sjá Ritsafn Stefáns Jónssonar, Höskuldsstöðum, II. bindi, Rvík 1985, bls.
197-206.
29