Skagfirðingabók - 01.01.1992, Síða 172
SKAGFIRÐINGABOK
niður í bókstaflegri merkingu þeirra orða. Ekkert markvert bar
til tíðinda og lukum við smölun tímanlega um kvöldið, að ég
held slysalaust. I Silfrastaðarétt eru tveggja daga göngur, og
mátti því segja að fyrri hálfleik væri nú lokið. Um kvöldið hélt
ég svo heim að Silfrastöðum, en seinni gangnadaginn átti ég að
smala heimalandið þar, sem er geysi víðáttumikið, ásamt fleiri
heimamönnum og nokkrum aðkomumönnum. Ég svaf vel
þessa nótt í rúmi mínu, miklu betur en undir gráa gæruskinninu
í gangnamannakofanum nóttina áður.
Þegar ég vaknaði snemma morguns, var allt orðið hvítt eins
og kallað er, þó var hríðarlaust. Mig minnir að Jóhannes bóndi
hefði umsjón með göngum á sinni landareign, a.m.k. man ég að
hann mælti við mig: „Nú ætla ég að biðja þig að vera á Skeiðun-
um í dag“, en svo nefndist svæði það, sem var ofan við aðalkletta
fjallsins og upp að hábrún þess. Mér kom þetta ofurlítið á óvart,
því að þetta var nokkuð torsótt leitarsvæði vegna klettagilja,
sem náðu alveg að efstu brún, sum hver a.m.k. Ekki svo að
skilja, að nokkur geigur væri í mér við þetta, því að ég var orð-
inn nokkuð vanur príli í klettum.
Ekki man ég lengur hvað við vorum margir, sem smöluðum
Silfrastaðalandareignina þennan dag, líklega einir sjö til átta.
Þar af þurfti tvo til að smala Kotárgilið, aðeins að norðanverðu,
en aðrir tveir smöluðu það að sunnanverðu og sýnir það vel
mikilfengleik þessa gils, að fjóra menn þurfti til að smala það
eitt.
En nú vík ég aftur að göngunum. Við fórum sem leið lá upp
frá bænum og skildist ég við hópinn á Skeiðunum og beið þess
að félagar mínir, sem lengra þurftu að fara, kæmust á leiðar-
enda. Næsti maður fyrir ofan mig, svokallaður brúnamaður,
gerði mér svo viðvart, þegar ég mátti halda af stað. Vegna
fölsins, sem fallið hafði um nóttina, var mjög skreipt í spori á
hinum annars ágætu og nýju kúskinnsskóm mínum. Til að
byrja með gekk allt að óskum, en nú var skammt eftir til þess
atviks, sem mun líklega aldrei líða mér úr minni. Nokkrar kind-
170