Skagfirðingabók - 01.01.1992, Side 56
SKAGFIRÐINGABÓK
Magnússon frá Gilhaga og Lovísa Sveinsdóttir, Gunnarssonar
frá Mælifellsá, þess er reisti „Söluturninn á Lækjartorgi“ í
Reykjavík og rak þar verzlun um árabil. Voru þau hjón orðlögð
fyrir gestrisni og greiðasemi. Hafði Jóhann gjarnan þann hátt-
inn á að taka útidyrahurðina af hjörum yfir sumarmánuðina og
reisti hana upp við bæjardyraþilið, svo að gestum væri auðveld-
ari innganga í bæinn, á nóttu jafnt sem degi. Var ekki að því að
spyrja, að þau hjón tóku okkur tveim höndum, sögðu gistingu
sjálfsagða, en þröngt yrðu menn að liggja. Var mér það ekki
undrunarefni því að Mælifellsárbærinn var bókstaflega troð-
fullur af mönnum, sem allir ætluðu vestur í Stafnsrétt, en þó
ekki fyrr en með morgninum.
Settist nú allur skarinn að kaffi- og brennivínsdrykkju, en
Lovísa var á sífelldum þönum með kaffikönnuna og fyllti hvern
bolla jafnóðum og í honum lækkaði. Og til þess að tryggja það,
að ekki yrði töf á veitingum, var jafnan hellt upp á aðra kaffi-
könnuna meðan rennt var úr hinni. Og nóttin leið við samræð-
ur, kveðskap og söng. Það varð ekki séð eða heyrt á þessum
mönnum, að þeir væru, nú á haustnóttum, langþreyttir eftir 12-
14 klukkustunda vinnu flesta daga sumarsins. Þeir virtust þvert
á móti geta heilshugar tekið undir með sýslunga sínum, skáld-
bóndanum frá Víðimýrarseli, Stephani G. Stephanssyni:
Hver er allt of uppgefinn
eina nótt að kveða og vaka?
Loks sýndist mönnum þó mál til þess komið að ganga til
náða. Ekki var viðlit, að allir gætu sofið í bænum, þótt legið væri
hlið við hlið alls staðar þar sem gólfrými var. En skammt fyrir
utan Mælifellsá er býlið Mælihóll eða Ytri-Mælifellsá, eins og
það er nú nefnt. Það var þá í eyði, en bæjarhús heilleg. Þar
gistu ýmsir, þar á meðal við pabbi. Svalt var að sjálfsögðu í eyði-
bænum, en þar eð frænku minni, Lovísu, mun að vonum hafa
sýnzt eg óburðugastur gesta hennar þetta réttardagskvöld, fékk
54