Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 173
GANGNAMINNING
ur runnu á undan mér niður í eitt gilið eftir skeið, sem var sæmi-
lega breið, en nokkuð brött. Eg taldi þó enga hættu á ferðum, en
skyndilega og óvænt rann ég af stað í átt að bjargbrúninni. Aður
en ég fengi fyllilega áttað mig, hafði ég stöðvazt við steinnibbu,
sem stóð upp úr þarna á brúninni. Nú varð ég alvarlepa
hræddur. Mig sundlaði þegar ég horfði fram af hengifluginu. Eg
hafði reyndar verið heppinn að hitta á þessa litlu nibbu, þá einu
sem sýnileg var þarna.
Depill fylgdi mér eftir og sýndi engin óttamerki, og veitti það
mér ofurlítinn kjark. Ég reyndi að hugsa skýrt og skipulega, og
þá varð mér hugsað til guðs, sem ég vissi að alls staðar var
nálægur. Skjálftinn smá minnkaði. Eg talaði til guðs í hálfum
hljóðum; Depill velti vöngum framan í mig og skildi auðvitað
ekki neitt í neinu. „Við hvern ertu að tala?“ hefur hann sjálfsagt
hugsað. „Ekki við mig, svo mikið veit ég.“ Kærkomin ró færð-
ist yfir mig og ég fór að geta hugsað skýrt. Kannski var ég búinn
að lofa of miklu, en ég fann að ég hafði verið bænheyrður.
„Hvað olli þessu óhappi mínu?“ hugsaði ég. Auðvitað voru það
hinir flughálu skór og ég hugsa sem svo: „Það er bezt að leysa
þá af sér.“ Og það gerði ég, en hvernig átti ég að komast með þá
upp skeiðina, því að ekki veitti mér af að hafa hendurnar lausar.
Mér varð það fyrir að taka annan skóinn í munn mér og hugsaði
sem svo: „Ætli Depill fari ekki að fordæmi mínu og komi með
hinn?“ Hann varð alveg undrandi á þessu háttalagi mínu, en hér
eftir gekk allt að óskum og ég fikraði mig upp snarbratta skeið-
ina á sokkaleistunum og studdi mig með höndunum, en Depill
greip hinn skóinn í kjaftinn. Þegar ég loksins komst upp úr gil-
inu, setti ég á mig skóna og fór nú gætilega það sem eftir var af
göngum mínum. Krækti heldur upp fyrir gilin en að tefla í tví-
sýnu.
Ekki sagði ég neinum frá þessu óhappi mínu um kvöldið. Eg
lagðist til svefns, þreyttur og ánægður, las auðvitað bænirnar
mínar og leið skömmu síðar inn í lönd draumanna. Framundan
var skemmtilegasti dagur ársins, réttardagurinn sjálfur.
171