Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 179
MINNINGABROT UR STIFLU
Prasastöðum. Þegar hann reið í Lundshlað um morguninn,
laut Jón að móður minni og sagði í lægri tón: „Minnir hann þig
ekki á Gretti Asmundarson?“ „O, ætli Grettir hafi ekki verið
breiðari um herðarnar!" var svarið. Bæði kunnu þau að meta -
og báru vart brigður á — glæsilýsingar fornsagnanna, að minnsta
kosti hafði móðir mín þá skoðun, að þar væri rétt og skrumlaust
sagt frá. Geirfinnur var hár vexti, þrekinn og allur hinn vörpu-
legasti, en Jón fremur smávaxinn. Er mér enn í minni vaxtar-
munur þessara öldnu heiðursmanna, þegar þeir riðu úr
Lundshlaði fyrir meir en sex áratugum.
Eg hef gilda ástæðu til að ætla, að Jóni hafi líkað allvel við for-
eldra mína sem leiguliða, tel raunar víst að þau hafi staðið í skil-
um og goldið sína skatta refjalaust.
Faðir minn sléttaði allmikið í túninu öll þau ár, sem hann bjó
í Háakoti og meira en flestir bændur í Fljótum á þeim árum. Það
hefur Jón vafalaust kunnað að meta. Jóni var fullkunnugt um,
að foreldrar mínir höfðu hug á að eignast kotið og var því síður
en svo mótfallinn. Það fór þó á annan veg. En bréf Jóns, sem
fylgir hér með, sýnir drenglund hans og þarf ekki nánari skýr-
inga við. Gráa hryssan, sem þar kemur við sögu, hlaut nafnið
Menja. Hún var fremur smávaxin, þægilega viljug, ganggóð og
ljúf í lund. Gjöfin gladdi móður mína mjög:
Hafsteinsstöðum 24. maí 1924
Velvirða heiðurskona,
María Guðmundsdóttir, Lundi
Eg óska þér og þínum alls góðs og þakka þér öll gömul
viðskipti og manns þíns sáluga. Svo þakka ég þér fyrir
bréfið af 16. þ.m., sem að mér þótti gaman að lesa og sjá
yfirlit ástæða þinna í þínum einstæðingsskap, sem ég kalla
furðu góðar bornar saman við í þinni sveit þá, sem þó hafa
12 Skagfirdingabók
177