Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 156
ÞJÓÐSAGAN UM MANNSKAÐAHÓL
eftir AXEL ÞORSTEINSSON í Litlubrekkn
Skammt norðan við kauptúnið Hofsós, við þjóðveginn til
Siglufjarðar, er bærinn Mannskaðahóll, ágæt bújörð með veiði-
hlunnindum í Höfðavatni. Vegfarandi sem les á skiltið við
heimreiðina, hugsar gjarnan: „Hvers vegna Mannskaðahóll,
hvað gerðist á þessum fagra og friðsæla stað?“ Jú, sérhver bær
á sína sögu, sigurljóð og raunabögu, eins og Matthías orðar
þetta svo vel í kvæðinu Skagafjörður.
Allt fram til ársins 1431 hét þessi bær því sjálfsagða nafni
Hóll; lágreistur torfbær á háum hól, grænn túnkraginn
umhverfis, ósnortinn stáltækjum nútímans. Skammt neðan við
túnið blikaði á Höfðavatnið í ágústsólinni. Himbriminn hlakk-
aði hátt í kyrrðinni, virðulegur fugl, djúpsyntur nokkuð,
vængjasmár, en frábær kafari, óbrigðull spáfugl ef veðrabrigði
voru í nánd. Allt iðar af lífi og starfi. Æðurin myndar stórar
breiður á vatninu, ungarnir frá í vor að verða fleygir og færir,
enginn sést lengur hvíla lúin bein á baki móður sinnar. Handan
vatnsins rís bergtröllið Þórðarhöfði, ávalur nokkuð landmegin,
en hrikalegt standberg sjávarmegin. Litlu norðar rís Málmey
hömrum girt fyrir opnu úthafinu; ef til vill leggst þokukúfur á
Kaldbakinn með kvöldinu, þegar hafgolan deyr af. Innan við
Þórðarhöfða ber héraðsprýðina Drangey við lygnan hafflötinn,
og fjær, handan fjarðarins, mókir Tindastóll í blárri hitamóðu.
Náttúrufegurðin er einstök, kyrrðin, friðurinn.
Bændur keppast við túnsláttinn, hver sólskinsdagur er dýr-
mætur. Jarðargróðinn er upphaf alls og endir, hann er trygging
154