Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 24
SKAGFIRÐINGABÓK
pöntun og úthluta henni. Hann fór út á Sauðárkrók að
taka á móti viðnum, en þá kom það upp úr kafinu, að
viðurinn fékkst ekki nema hann væri greiddur út í hönd.
Björn bað þá um að fá frest til næsta dags. Um nóttina reið
hann heim og kom næsta morgun með peningana fyrir
viðinn, 800 krónur.
I æviskrá Björns Þorkelssonar, sem áður er getið um, er skrif-
að að hann hafi verið nokkur ár í hreppsnefnd, en óvíst er hvort
það er rétt. Eftir að hreppsnefndir tóku til starfa 1874, er það
svo í Lýtingsstaðahreppi, að nokkur næstu árin skrifar oddviti
einn undir reikninga og fundargerðir og ekki hægt að sjá, hverj-
ir eru með honum í hreppsnefnd.
Hestar á Sveinsstöðum1
Flugukyn var þannig til komið, að Björn var beðinn að kaupa
gráa hryssu, stórt hross, af manni sem var að fara til Ameríku og
vildi ekki að hún færi á flæking. Björn tók við þessari hryssu um
vor. Hún var þá sármögur og höfð heima við um vorið. Kría hét
hún og átti pínulítið folald þetta sama vor. Það var hryssa, skírð
Fluga, bleik að lit, en varð síðar grá, lítið eitt dekkri á tagl og fax,
alsett rauðum dröfnum, mjög smá vexti og svo frá á fæti, að
athygli vakti hvarvetna, fótviss eftir því. Hún var klárgeng með
tölti og var kallað að hún tiplaði. Þýðgeng á brokki, en ekki eins
þegar hún stökk. Hún var felld 1902 eða 1903, þá 30 vetra. Síð-
asta folald Flugu var móálóttur hestur, sem var reiðhestur
Jakobínu móður minnar, mjög lítill, skeiðhestur allmikill og
hafði þau einkenni, að dökkir hringir voru um liðamót, hnjáliði
og konungsnef. Fluga var 24 vetra, þegar hún átti Mósa.
Af Birni og Flugu er þessi saga sögð. Fólk var að fara til kirkju
á jólum, og eitthvað af fólki var komið fram á flóann fyrir fram-
1 Skrifað eftir frásögn Sigurlaugar Árnadóttur.
22