Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 107
UM LEGSTEINA f HÓLADÓMKIRKJU
heilsubrests og reið suður á land til frænda síns, Brynjólfs Pórð-
arsonar Thorlacius sýslumanns á Hlíðarenda. Þar andaðist hún
19. apríl 1738, 71 árs að aldri. Hún var jarðsett frá Teigskirkju í
Fljótshlíð, og má því segja að hún hvíli svo fjarri bónda sínum
sem verða má.461 Þjóðminjasafni er til vinstri vængur af minn-
ingartöflu Þrúðar Þorsteinsdóttur, kominn úr Teigskirkju í
Fljótshlíð.47
13. Legsteinn Steins biskups Jónssonar og konu hans
Steinn Jónsson var sá Hólabiskup á 18. öld, sem lengst sat í
embætti eðarúm28 ár, 1711-39. Honum er jafnframt helgaður
stærsti legsteinninn á Hólum. Steinninn er 178x123 cm,
rauðbrúnn að lit með upphleyptum latneskum hástöfum, stafa-
stærð 30 mm, nema í nöfnunum 50 mm. I hornum steinsins eru
kringlóttir reitir með myndum og merkjum guðspjallamann-
anna, en á milli þeirra rósabekkir, sem mynda ramma um letur-
flötinn. Fyrir miðri hverri hlið breikka rósabekkirnir lítið eitt,
og eru þar litlir myndreitir með englahöfðum efst og neðst, en
blómskrúði til hliða. Steinninn er nokkuð skemmdur, enda
mæddi mikið á honum meðan hann var í miðjum gangveginum
innan við kórdyrnar. Nú er hann syðst og vestast í kórnum, þar
sem fer mun betur um hann. Steinninn er eflaust útlendur, enda
er skrautverkið í rammanum náskylt því, sem er á steini Jóns
biskups Arnasonar í Skálholti (d. 1743).48
A steininum er ein tilþrifamesta grafskriftin á Hólum. Sam-
kvæmt henni hefur verið glæsibragur á himnaför Steins
biskups. Um móttökurnar fyrir handan sagði Steinn skömmu
fyrir dauða sinn: „Þá mun frelsarinn fríður í fjörunni standa.“
Virðast þessi orð vera endurómur af því sem stendur á legstein-
• 49
ínum.
Steinn biskup var allvel að sér og gáfumaður, mikill maður og
mjög í sterkara lagi. Hann var spaklyndur maður og skáld, trú-
105