Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 122
SKAGFIRÐINGABÓK
Áletrunin er með latneskum upphafsstöfum, gröfnum, staf-
hæð 30 mm, en í nöfnunum 50 mm. Talsvert er farið að brotna
upp úr steininum, og eru eyðufyllingar innan sviga. Þetta er
útlendur sandsteinn, sléttur og skrautlaus, 189x89 cm. Utan
með er lægri bekkur, um 12 cm að breidd, hrufóttur, og myndar
ramma um leturflötinn. I hornunum eru kringlóttar marmara-
plötur, 12 cm í þvermál, með upphleyptum táknmyndum:
stundaglas (lífið), orf með ljá (dauðinn), fáni á stöng (upprisan)
og ormur bítandi í sporð sér (eilífðin). I bilinu ofan við tvær
neðstu línurnar er ferhyrnd marmaraplata 39x23,5 cm, með
tveimur skálögðum blysum, sem vísa niður og virðast
nýslokknuð. Þess má geta að legsteinn Finns biskups Jónssonar
í Skálholti (d. 1789) er nauðalíkur þessum, og greinilega gerður
á sama verkstæði.68
Hér má bæta við mannlýsingu og stuttri þjóðsögu. Förum
fyrst í smiðju til Jóns Espólíns, sem gefur þeim hjónum þessa
einkunn:
Jón prófastur var vel í vexti og karlmannlegur, sem hann
átti ætterni til, en ekki dávænn, gæfur maður og stilltur vel
og vingóður, en ekki hafði hann mikla mannhylli; var
hann heldur höldslegur, en höfðinglegur í háttum og ei
mjög viðfelldinn eða rausnarsamur. Margrét kona hans
var féglögg, en fór vel, er hún vildi. Ekki var Jón prestur
mjög lærður maður, en það hélt honum fram, að hann var
í tengdum við þá feðga biskupa í Skálholti Finn og
Hannes; styrkur maður var hann. Og er spurðist andlát
Gísla biskups, fór hann utan að leita biskupsdóms á
Hólum, og er mælt, er hann kom þar, að honum tækist
nokkuð ófimlega, þá hann fann Julianu Mariu drottningu,
tengdamóður [réttara stjúpmóður] konungsins, því mað-
urinn var gamall og stirður.69
Atvikið sem Espólín víkur að hér í lokin, virðist hafa orðið
120