Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 151
VÖÐ Á HÉRAÐSVÖTNUM
Heimildarmaður að því, sem hér er sagt um þetta vað eða vöð,
er Björn Sigtryggsson á Framnesi. Hann er fæddur þar 1901 og
hefir átt þar heima alla ævi. Lengi bóndi þar eftir föður sinn og
vöðunum gagnkunnugur. Hér á eftir fer umsögn hans og fer
hann þá austan frá.
Vaðið á austustu kvísl er úr Efri-Engjabót, syðst, og á austur-
bakka Neðri-Engjabótar, nálægt miðju hennar. Ur Neðri-
Engjabót er vaðið úr vesturbakka hennar, nærri syðst, og í
norðvestur á austurbakka Framnesshólma. Var vaðið úr vestur-
bakka Framnesshólma, nærri syðst, yfir á austurbakka hey-
skapareyju Eyhildarholts. Nú er það vað ónothæft vegna þess,
að kvíslin hefir vaxið svo mikið, að hún mun vera á sund. Ur
Holtseyjunni [Engjaeyjunni] er vaðið úr vesturhorni eyjarinn-
ar, beint á móti Eyhildarholtsbænum, og beint í suður yfir á
norðurbakka Bæjarnessins. Ennfremur var vað úr norðurtá
Neðri-Engjabótar, norðvestur á Frambakka, sem var engi frá
Syðri-Brekkum.
Kálfhólmavab eða Selavað. Austan frá er riðið fyrst frá Hof-
dölum yfir austustu kvísl Héraðsvatna, sem „Trurnba" heitir.
Sú kvísl á sér langan aldur. Jafnan er hún fremur grunn. Vestan
Trumbu er farið yfir Úlfsnes sunnarlega og þaðan yfir þurra eða
mjög vatnslitla sandfarvegi. Komið er þá í svokallaðan Kálf-
hólma utarlega. Riðið er úr honum yfir aðalvötnin og komið
upp úr þeim í Ássnes. Nokkru norðar vaði þessu var ferjustaður
frá Asi. Kálfhólmavað þótti löngum sæmilegt í litlum vatna-
vöxtum, allþéttur botn og straumlítið. A vaði þessu höfðu
Hegranesingar svokallaða „fyrirstöðu“, er þeir stunduðu sela-
dráp á sl. öld, eða fyrr, í Austurvötnum. Þá hlaut vaðið oft
nafnið Selavað. Frá vaði þessu til sjávar eru Vötnin vaðlaus.
Höskuldsstöðum, 13. marz 1980
149