Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 54
SKAGFIRÐINGABÓK
minnir, að það væri Þorleifur Einarsson, uppeldissonur Magn-
úsar afa, og mun hann hafa verið í þeim gangnamannahópi á
heiðinni, sem nefndist miðflokkur. Eg varð fyrir vonbrigðum,
þegar eg sá, hve margt fé var komið í dilkinn. Eg var mesta
kindasál, þekkti allar ærnar heima með nöfnum, eins og títt var
um krakka og unglinga til sveita — og er vonandi enn — og vildi
verða fyrstur til að heilsa upp á þessa vini mína, þegar þeir
kæmu heim úr sumardvölinni á heiðunum. En mér létti mjög,
þegar eg leit yfir dilkinn og sá, að fæst af því fé, sem þar var,
myndi vera heimanað. Datt mér fyrst í hug, að dilkurinn hefði
opnazt, og fé runnið inn í hann úr almenningnum. En mér varð
brátt ljóst, að við Eyhildarholtsmenn áttum sameiginlegan dilk
með bændum úr Vallhólminum. Þar var þá komin skýringin á
ókunnuga fénu í dilknum.
Mér varð hrollkalt við að borða, enda mátti heita, að eg væri
holdvotur orðinn frá hvirfli til ilja. En eg huggaði mig við, að
mér myndi brátt hlýna við að stympast við féð. Sú varð líka
raunin á. Fátt manna þekkti eg við réttina, enda ekki annars að
vænta. Þó kannaðist eg bændurna úr Vallhólminum. En þarna
voru margir strákar á mínu reki. Og þarna í rigningunni innan
um féð tókust mín fyrstu kynni við suma þeirra, sem síðar áttu
eftir að aukast og treystast af samfundum við ýmsar kringum-
stæður. Af þeim man eg að nefna Kristmund á Mælifelli, Bald-
vin á Starrastöðum, Guðmund á Vatni, Daníel í Hvammkoti,
Jón á Breið og Arnljót á Mælihóli.1 Dagurinn leið, og leið fljótt.
Eg fann ekki fyrir þreytu eða bleytunni, aðeins fögnuði yfir því,
hvað lífið var skemmtilegt.
Sem fyrr segir var hugmyndin að vera í Stafnsrétt á morgun.
Til álita kom, hvort fara ætti vestur í kvöld eða snemma í fyrra-
1 Kristmundur Bjamason býr á Sjávarborg, Baldvin Bjarnason er á Húsavík,
Guðmundur Bjarnason í Hveragerði, Daníel Ingólfsson bjó á Brenniborg, en
er nú látinn, Jón Guðmundsson er í Steinsstaðabyggð og Arnljótur Sveinsson
bjó á Ytri-Mælifellsá, nú látinn.
52