Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 108
SKAGFIRÐINGABÓK
maður mikill, en enginn atkvæðamaður um fyrirhyggju.50 Þrátt
fyrir háan aldur var hann oftast hraustur og heilsugóður, en var
nokkuð krankur af gulu á hinum efstu árum. Sumarið 1739
sagðist hann mundu deyja af þeirri sótt, er hann tæki fyrsta það-
an af. Þá sótt tók hann 29. október um haustið, rúmum mánuði
fyrir andlát sitt.
Frú Valgerður Jónsdóttir var ólík manni sínum, þótti
stórlynd, örorð og óstillt í framgöngu. Hún var komin yfir
sjötugt, þegar Steinn biskup dó, og heilsuveil orðin. Hún dvald-
ist fyrst á Hólum í skjóli Helgu dóttur sinnar, sem gift var Ein-
ari Jónssyni ráðsmanni. Arið 1742 fluttust þau að Viðvík, og
þar dó Valgerður árið 1751, 12. febrúar, á 83. aldursári, eftir 45
ára hjónaband og 11 ára ekkjudóm. Hún var grafin í Hóla-
kirkju. Helga dó ári fyrr en móðir hennar.51
Þau Steinn og Valgerður áttu 11 börn, en aðeins fimm náðu
að vaxa úr grasi: Jón Bergmann, Guðmundur, Sigfús, Jórunn og
Helga. Bræðurnir dóu allir sviplega. Jón fargaði sér rúmlega
tvítugur árið 1719, og gengu af því miklar sögur.52 Guðmundur
og Sigfús drukknuðu undan Reykjaströnd árið 1723, 25 og 14
ára. Voru líkin flutt til Hóla og grafin þar í kirkjunni.53 Það var
mjög að orði gjört hvert mótlæti Steinn biskup hafði í misförum
sona sinna. Aðeins dæturnar Jórunn og Helga lifðu föður sinn,
og eru merkar ættir frá þeim komnar. Dóttir Jórunnar, Þórunn
Hannesdóttir Scheving, varð kona eldklerksins Jóns prófasts
Steingrímssonar, en sonarsonur Helgu var Geir Vídalín, fyrsti
Reykjavíkurbiskupinn.
106